fbpx

Eins og áður hefur verið greint frá, þá tók vefstjórar víða um heim sig til þann 18. janúar síðastliðinn, og lokuðu  síðum sínum í 12 klukkustundir (sumir lengur) til að mótmæla SOPA / PIPA frumvörpum sem liggja á fulltrúadeild (SOPA) og öldungadeild Bandaríkjaþings (PIPA), á svokölluðum Anti-SOPA blackout day.

Hér má sjá hvernig margar af vinsælustu síðum breyttu síðum sínum á þessum degi, og neðst má sjá stórt gallerí með rúmlega 30 vefsíðum og hvernig þær litu út:

Google

Google lokaði ekki fyrir síður sínar, en þeir svertu merki fyrirtækisins, auk þess sem þeir bentu bandarískum notendum á að skrifa undir yfirlýsingu gegn SOPA. 4,5 milljón notendur fylgdu tengli af síðu Google og skrifuðu undir yfirlýsinguna.

Google - SOPA

 

Wikipedia

Stærsta og vinsælasta síðan sem lokaði fyrir hefðbundinn aðgang á vef sínum, og vakti mesta athygli á þessu málefni. Þó var hægt að komast hjá því með því að slökkva á JavaScript í vöfrum eða nota snjallsíma.

Wikipedia - SOPA

 

Reddit

Reddit, ein stærsta afþreyingarsíða heims, lokaði vefsíðunni alveg í 12 tíma, sem vakti mikla eftirtekt. Engar leiðir voru tiltækar til að skoða vefinn.

Reddit - SOPA

 

Afganginn má svo sjá í eftirfarandi gallerí hér að neðan. Hægt er að fletta á milli mynda með því að nota örvatakkana á lyklaborðinu.

[nggallery id=4]

 

Avatar photo
Author

Write A Comment