fbpx
Tag

Steve Ballmer

Browsing

Steve Ballmer

Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur lagt allt nánast undir til að koma fyrirtækinu aftur á kortið eftir að það sá markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins í snjallsímum minnka gríðarlega með auknum vinsældum iPhone og Android símtækja (nokkuð sem Steve Ballmer sá ekki fyrir).

Microsoft hefur nú farið af stað með mikla auglýsingaherferð, þar sem að snjallsímar með Windows Phone 8 stýrikerfinu eru viðfangsefnið, og Live Tiles á heimaskjánum leika aðalhlutverkið.

Steve Ballmer - forstjóri Microsoft

Árið er 2007. Steve Jobs er nýbúinn að kynna iPhone símann og sérfræðingar fara að rýna í þetta nýja tæki.

Meðal þeirra sem tjáðu sig um iPhone símann voru Steve Ballmer, forstjóri Microsoft. Hann hafði ekki miklar áhyggjur af þessu nýja tæki út af tveimur ástæðum:
a) síminn væri of dýr
b) hann væri einungis með skjályklaborð, og þar af leiðandi ekki góður kostur fyrir þá sem nota símann vegna vinnu sinnar.

Í myndbandinu fyrir neðan má sjá viðtalið þar sem Ballmer lætur þessi orð falla: