fbpx

Steve Ballmer

Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur lagt allt nánast undir til að koma fyrirtækinu aftur á kortið eftir að það sá markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins í snjallsímum minnka gríðarlega með auknum vinsældum iPhone og Android símtækja (nokkuð sem Steve Ballmer sá ekki fyrir).

Microsoft hefur nú farið af stað með mikla auglýsingaherferð, þar sem að snjallsímar með Windows Phone 8 stýrikerfinu eru viðfangsefnið, og Live Tiles á heimaskjánum leika aðalhlutverkið.

Í fyrri auglýsingunni má heyra Steve Ballmer, forstjóra fyrirtækisins, fara fögrum orðum um heimaskjáinn sem kemur á Windows Phone 8 símtækjum. Auk þess sem það vekur eftirtekt að forstjóri fyrirtækisins taki þátt í auglýsingu þá hefur það líka vakið umtal að í auglýsingunni er HTC 8X síminn notaður, en ekki símtæki Nokia sem er stærsti samstarfsaðili Microsoft.

http://www.youtube.com/watch?v=B9zhklbjw20

Í síðari auglýsingunni má sjá ýmsa þjóðfélagshópa nota Windows Phone 8 símann, og Live Tiles sem fyrr þungamiðjan í auglýsingunni.

http://www.youtube.com/watch?v=a4Z1IqQbfxA

Af auglýsingunum tveimur má sjá að Microsoft hefur vægast sagt mikla trú á því að þessar svokölluðu Live Tiles muni heilla notendur yfir.

Forritaúrvalið í Windows Phone Store er u.þ.b. 15% af úrvalinu í bæði App Store og Google Play. Það þýðir þó ekki að úrvalið sé lítið, þar sem að í Windows Phone Store eru yfir 100 þúsund forrit (App Store og Google Play eru bæði með yfir 700 þúsund forrit).

Avatar photo
Author

1 Comment

Write A Comment