fbpx
Tag

Tumblr

Browsing

David Karp & Marissa Mayer

Bandaríska fyrirtækið Yahoo! keypti á dögunum bloggþjónustuna Tumblr fyrir 125 milljarða króna.

Kaupin eru meðal þeirra stærstu í sögu fyrirtækisins, og eru um margt varhugaverð, þar sem Tumblr hefur ekki beinlínis gefið vel af sér í gegnum tíðina, en tekjur fyrirtækisins árið 2012 námu einungis 1,6 milljarði króna.

Flestir Íslendingar myndu hoppa hæð sína af gleði ef þeir fengju fá ódýran og notaðan bíl í 17 ára afmælisgjöf. Ekki er hægt að segja slíkt hið sama um unga fólkið á Rich Kids of Instagram, því það lætur varla sjá sig á götum úti nema það aki um á Lamborghini, Rolls Royce eða Bentley.

Rich Kids of Instagram er Tumblr síða sem tekur saman Instagram færslur frá ungu fólki sem á það sameiginlegt að hafa ótakmarkaðan aðgang að fjármagni. Helstu áhyggjurnar þar á bæ virðast frekar tengjast því hvort fötin sem þau klæðast séu í stíl við rauða Ferrari bílinn, og timburmenn vegna of mikillar neyslu af Cristal og Dom Perignon (kampavínstegundir báðar tvær).

iPhoneiPhone: Við höfum áður gefið ykkur hugmyndir um 10 iPhone forrit sem gaman er að eiga, en nú ætlum við að gera gott betur og nefna 50 bestu forritin fyrir iPhone. Stundum eru forrit nefnd sem bjóða upp á sömu eða mjög svipaða eiginleika. Það er gert því mér finnst t.d. mjög þægilegt að nota Shazam, á meðan margir vinir mínir nota frekar SoundHound, en þessi forrit eru mjög svipuð að eiginleikum.