fbpx

Twitter notendur munu brátt geta skrifað lengri tíst samhliða birtingu mynda eða tengla samkvæmt heimildum Bloomberg. Verður það í fyrsta sinn frá því fyrirtækið var stofnað árið 2006 sem Twitter breytir þessum takmörkunum.

Takmörkun Twitter við 140 stafabil einkennist af því að samfélagsmiðillinn var stofnaður fyrir tíð snjallsímanna. Með því að takmarka færslur við 140 stafabil rúmaðist heildartextinn í SMS skilaboðum, þannig að notendur gátu sagt heiminum hversu hvað þeir borðuðu í morgunmat án þess að vera nettengdir. Um svipað leyti gátu þeir sem notuðu Gmail Chat einnig bætt Twitter við sem tengilið og skrifað tístin sín þar.

Í ágúst 2015 fjarlægði Twitter þessar takmarkanir á einkaskilaboðum milli notenda, sem vakti lukku, þar sem margir Twitter notendur nota einkaskilaboð sem spjall.

Myndir taka 24 stafabil og tenglar 23 stafabil, þannig að notendur voru takmarkaðir við 116/117 stafabil í stöku tísti ef öðru hvoru var bætt við.

Sumir hafa kallað eftir því að Twitter leyfi mun lengri tíst, en almennt þykir sérstaða Twitter þó vera í þessum sömu takmörkunum, sem gerir auknar kröfur til notenda um að vera stuttir og kjarnorðir.