Microsoft hefur gefið út prufuútgáfu af Skype fyrir Windows Phone 8 stýrikerfið. Forritið var kynnt í síðasta mánuði, og felur í sér miklar breytingar frá Skype forritinu sem var til á Windows Phone 7.
Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hefur lagt allt nánast undir til að koma fyrirtækinu aftur á kortið eftir að það sá markaðshlutdeild Windows stýrikerfisins í snjallsímum minnka gríðarlega með auknum vinsældum iPhone og Android símtækja (nokkuð sem Steve Ballmer sá ekki fyrir).
Microsoft hefur nú farið af stað með mikla auglýsingaherferð, þar sem að snjallsímar með Windows Phone 8 stýrikerfinu eru viðfangsefnið, og Live Tiles á heimaskjánum leika aðalhlutverkið.