fbpx

iOS 5: Með nýju kerfi koma ný vandamál. Fjölmargir eigendur iOS tækja, einkum iPhone og iPad, kvarta nú sáran undan því að endingin á rafhlöðunni sé heldur dræm miðað við iOS 4 kerfið. Notendur eiga þá helst við að prósentustig rafhlöðu lækki frekar hratt á meðan síminn sé ekki í notkun, sem er heldur hvimleitt, ef maður er ekki með hleðslutæki á sér hvert sem maður er.

Blessunarlega þá eru til ráð við þessu, sem fela í sér að breyta ýmsum stillingum, og oftast nær að slökkva á þjónustum sem maður er ekki að nota.

Byrjaðu á því að forstilla allar netstillingar (e. Reset Network Settings). Ýmis vandamál hafa verið leyst einfaldlega með því að gera þetta. Ef/þegar þú gerir þetta, þá fara allar netstillingar út, og þá þarftu aftur að slá inn lykilorð (þ.e. einu sinni) til að komast inn á þráðlausa netið heima hjá þér, í vinnunni o.s.frv. Ennfremur þá þarftu einnig að slá inn 3G og MMS stillingar, sem hægt er að fá hér.

Til að forstilla allar netstillingar þá ferðu í Settings – Reset og velur þar „Reset Network Settings“

 

Slökktu á Bluetooth. Það er óhætt að fullyrða að flestir eigendur iOS tækja nýta sér Bluetooth möguleikann sáralítið, nema þá helst þeir sem tengja iPhone símann við Bluetooth í bílnum sínum til að tala handfrjálst í símann.

Til að slökkva á Bluetooth þá ferðu í Settings – General – Bluetooth, og passar að hnappurinn þar sé stilltur á OFF.

 

Slökktu á sjálfvirkri stillingu tímabeltis. Margir segja þetta vera eina helstu ástæðu þess að rafhlaðan sé að tæmast fljótar en ætla mætti. Til að slökkva á þessu þá ferðu í Settings – Location Services – System Services, og passar að hnappurinn sé stilltur á OFF.

 

Ekki nota iCloud. iCloud er frábær þjónusta, en getur tekið minnkað líftíma rafhlöðunnar. Það er því undir þér komið hvort þú metur meira, það að nota iCloud, eða líftíma rafhlöðunnar. Þá hefur einnig bent á að í fjölmörgum tilfellum þá er fólk nú þegar fólk er að nota GMail í gegnum IMAP, þá sé í rauninni óþarft að vera með póstinn í iCloud. Ef þú vilt ekki fara alla leið og slökkva á iCloud, takmarkaðu þá iCloud við dagatal og tengiliði.

Til að slökkva á iCloud ferðu í Settings – General – iCloud. Slökktu svo á öllu, eða öllu nema Calendar og Contacts.

 

Slökktu á Ping. Sárafáir sem nota þessa þjónustu, og því um að gera að slökkva bara á henni.

Til að slökkva á Ping ferðu í Settings – Genera – Restrictions – Enable Restrictions – Ping, og passar að hnappurinn þar sé stilltur á OFF.

 

Slökktu á staðsetningarþjónustu (e. location services) . Ég mæli nú almennt ekki með því að slökkva alveg á þessu, því þá geturðu ekki skráð þig inn á staði í gegnum Facebook eða Foursquare, en hvort tveggja nýtur nokkurra vinsælda. Það er þó hægt að leyfa einungis völdum forritum, t.d. þessum sem voru nefnd áðan, að staðsetja þig, en öðrum ekki.

Til að slökkva á, eða breyta stillingum á staðsetningarþjónustu, farðu þá í Settings – Location Services, og breyttu stillingum þar eftir hentisemi.

 

Ekki senda Apple villumeldingar eða önnur boð um notkun tækisins. Almennt séð á ekki að vera ástæða til að nota þetta. Til að hætta að senda Apple þessi gögn, þá ferðu í Settings – General – About – Diagnostic & Usage, og velur þar Don’t Send.

Avatar photo
Author

Write A Comment