iPad notendur (bæði iPad og iPad 2) geta sparað sér þó nokkurn tíma þegar þeir rita texta á iPadinn sinn með eftirfarandi hætti:

Í stað þess að halda þeim stöfum inni sem gefa notendum valkosti fyrir séríslensk tákn (a, d, e o.s.frv.) þá nægir að ýta á táknið, renna fingrinum upp og sleppa. Sparar manni þó nokkurn tíma fyrir hvern sendan tölvupóst.

Fyrir o (ó og ö) og a (á og æ) virkar það þannig að þú notar ofangreinda aðferð fyrir ó og á, en ferð upp og til hægri fyrir ö og æ.

iPhone og iPod Touch notendum til mæðu þá virkar þetta einungis á iPad.