fbpx
iPhone: Til að stofna aðgang að iTunes búðinni, sem m.a. veitir þér aðgang að App Store þá þarftu að vera með iTunes í tölvunni, þannig að Linux notendur eru því miður úti í kuldanum. Þeir sem eru ekki með iTunes geta sótt það hér.
Hér að neðan má sjá leiðbeiningar til að stofna iTunes aðgang í iPhone, sem veitir manni aðgang að App Store og iTunes Music Store.
1. Opnaðu App Store í iPhone.
2. Finndu eitthvað ókeypis forrit.
3. Mikilvægt: Reyndu að ná í það eins og þú sért með reikning með því að smella á „Free“
Smelltu á Create New Apple ID

4. Smelltu á „Create New Account“
5. Nú sérðu skilmála iTunes búðarinnar. 98% notenda skruna hratt yfir þá og gera Agree. Skilmálarnir telja 56 blaðsíður þegar þetta er ritað.
6. Veldu land, og ýttu svo á „Done“. Við munum velja Bandaríkin (e. United States). Gerum það því App Store er ekki enn í boði fyrir okkur Íslendinga, og auðveldast er að næla sér í inneignarkort í bandarísku App Store.
Veldu United States
7. Sláðu inn netfang, öryggisspurningu, afmælisdag, og lykilorð. Smelltu svo á „Next“
8. Hér ertu beðinn um að velja greiðslumáta. Smelltu á Credit Card og veldu „None“
9. Mikilvægt: Nú ertu beðinn um að slá inn heimilisfang og símanúmer í Bandaríkjunum. Annaðhvort geturðu flett upp einhverri búð eða fyrirtæki, og slegið inn þær upplýsingar, eða fengið heimilisfang og upplýsingar af handahófi frá síðum á borð við Real USA Address (http://www.realusaaddress.com/), margir nota líka ShopUSA sem heimilisfang.
10. Að þessu búnu þá ertu beðinn um að staðfesta að þú sért með þennan reikning. Ýttu á Done. Fáðu þér eitt vatnsglas eða kaffibolla, og kíktu svo á tölvupóstinn þinn, því nú ætti staðfestingarpósturinn að vera kominn.
11. Opnaðu tölvupóstinn og smelltu á tengilinn í honum til að virkja reikninginn. Ef þú sérð engan póst, kíktu þá í ruslpóstinn, hvort pósturinn frá Apple hafi lent þar.
12. Þegar þú ýtir á tengilinn, þá ætti App Store að opnast og biðja þig um að skrá þig inn.
13. Veldu innskráningu og „use existing account“
Og þá er björninn unninn.
Avatar photo
Author

Write A Comment