fbpx

RipItMac: Fjölmargir notendur ríghalda í DVD spilarana sína því þeir eiga 40-50 DVD myndir sem gera ekkert nema að taka pláss. Ef fólk vill eiga myndirnar, en spara sér hilluplássið þá býður forritið RipIt frá The Little App Factory fyrir Mac upp á lausn, sem er svo einföld að leikskólabörn ættu að getað notað forritið.

Til að taka afrit af myndum þá smellir maður disknum einfaldlega í geisladrifið, opnar forritið, og getur verið byrjaður að rippa myndina á innan við mínútu. Engar flóknar stillingar sem notendur þurfa að vesenast í til að nota forritið.

RipIt er líka einstaklega hentugt af því það getur einnig afritað diska sem eru með afritunarvörn [innsk. við höfum ekki sannreynt það, en erlendar umfjallanir nefna það sérstaklega og við treystum því]

 

RipIt býður manni upp á tvo kosti þegar maður rippar mynd:

RipIt

1. Rip: Afritar diskinn eins og hann leggur sig yfir á tölvuna, með aukaefni, texta og öllu heila klabbinu.

labbinu.

2. Compress: Breytir efni disksins yfir á .mp4 skrá, sem m.a. er hægt er að spila á iPhone, iPad, iPod Touch og Apple TV. Flestir sjónvarpsflakkarar styðja .mp4 skráarformið,  þannig að eigendur þeirra eru ekki skildir eftir út undan.

Forritið kostar $24.95, en hægt er að nálgast prufuútgáfu af forritinu á heimasíðu fyrirtækisins, og rippa 10 myndir ókeypis.

RipIt [The Little App Factory]

Avatar photo
Author

Write A Comment