fbpx
Tag

iMessage

Browsing

iMessage hrekkur

Flestir iPhone eigendur kannast við táknið sem birtist þegar tveir eða fleiri aðilar eru að senda smáskilaboð sín á milli, og gefur til kynna að aðilinn sé að rita skilaboð. Hér ætlum við að sýna lítinn og saklausan hrekk sem hægt er að framkvæma í iMessage samtali.

iOS 7

Margir notendur hafa greint frá því að virkni iMessage sé ekki eins og best verður á kosið eftir uppfærslu í iOS 7, nýjasta stýrikerfið fyrir iPhone, iPad og iPod touch. Með því að fylgja leiðarvísi okkar þá ættu þau vandamál að vera úr sögunni eftir nokkrar mínútur.

iMessageEf þú náðir í Messages forritið fyrir Mac OS X Lion þá hefurðu fengið smjörþefinn af því hvernig það er að nota iMessage á tölvunni þinni

Messages er nú hluti af Mountain Lion stýrikerfinu og nú vill Apple að notendur forritsins uppfæri í Mountain Lion ef þeir hyggjast nýta þjónustuna áfram

iMessageÞeir sem hafa fylgst með hérna á Einstein hafa kannski verið varir við fréttir sem við höfum flutt af áhrifum iMessage á tekjur fyrirtækja, auk annarra frétta.

Sumir eru jafnvel minnugir þess þegar þeir keyptu sér iPhone síma, sendu ósköp venjuleg skilaboð til vinar síns og fá þá til baka hamingjuóskir með nýja símann. „Hvernig í ósköpunum vissi hann að ég væri með iPhone? Ég hef ekki sagt neinum frá því“ hugsa margir.

Hér á eftir munum við fara aðeins út í það hvað iMessage er nákvæmlega.

Mac Mountain LionApple hefur sent frá sér stýrikerfið Mac OS X Mountain Lion (eða Mac OS X 10.8). Stýrikerfinu fylgja yfir 200 nýir eiginleikar, m.a. iMessage stuðningur, Reminders, Notification Center, Game Center, iCloud samstilling o.fl.

Með stýrikerfinu þá er Apple að brúa bilið á milli Mac OS X stýrikerfisins fyrir borð- og fartölvur annars vegar og iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch hins vegar, til að gera líf notenda sem eiga bæði tæki einfaldara.

Meðal nýjunga í iOS 5 er iMessage, sem gerir notendum kleift að senda frí skilaboð á milli iPhone, iPad eða iPod touch sem eru með iOS 5 uppsett. iMessage er ekki sjálfstætt forrit, heldur er innlimað í Messages (SMS-forritið).

iPhone eigendur með iOS 5 uppsett geta þó með mjög auðveldum hætti séð hvort þeir eru að skrifa SMS-skilaboð eða iMessage-skilaboð eftir því hvernig Send takkinn er á litinn og hvað birtist í textareitnum áður en nokkur texti er skrifaður, sbr. dæmi á eftirfarandi mynd:

Hin árlega Apple Worldwide Developers Conference eða WWDC, stendur nú yfir í San Francisco í Bandaríkjunum (6.-10.júní). Síðastliðinn mánudag var iOS 5 kynnt með pompi og prakt.

Hér að neðan má sjá helstu nýjungarnar í nýja stýrikerfinu, sem hægt verður að nota eftirtöldum tækjum: iPhone 3GS, iPhone 4. iPad og iPad 2, og að lokum 3. og 4. kynslóð af iPod Touch.