Fyrir stuttu síðan gerði Facebook þær breytingar á vef sínum að notendur geta nú breytt ummælum sínum við stöðuuppfærslur, myndir o.s.frv.

Til að breyta ummælum þá smelliru bara á X-ið í hægri horninu. Þá færðu möguleika á að breyta ummælum. Einkar hentugt ef maður vill bara laga litla innsláttarvillu eða eitthvað í þeim dúr.

Athugið þó að skammur tími gefst til að breyta ummælum, eða u.þ.b. mínúta. Einnig er vert að geta þess að ekki hægt að breyta ummælum ef einhver annar hefur skrifað ummæli á eftir manni.

Að neðan má sjá myndband sem sýnir hvernig þetta er gert, ef það skyldi vefjast fyrir einhverjum.

 


 

Author

Write A Comment