fbpx

Þegar þetta er ritað þá nota 1,2 milljarður einstaklinga Messenger forritið í hverjum mánuði. Fyrr á þessu ári (nánar tiltekið í janúar) þá hóf Facebook prófanir með birtingu auglýsingar hjá völdum hópi notenda í Ástralíu. Eftir þær hefur fyrirtækið ákveðið að leyfa öllum heiminum að sjá auglýsingar, sem mun líklega skila fyrirtækinu milljónum, ef ekki milljörðum dollara, í tekjur ár hvert.

Það er ekki hægt annað en að dást að því hvernig Facebook kynnir innreið auglýsinga í Messenger, en í bloggfærslu fyrirtækisins þar sem þetta var kynnt segir:

Today we’re pleased to announce the global beta expansion of Messenger ads. People already spend time on Messenger interacting and conducting commerce with businesses and brands they love, and now with Messenger ads, they have an opportunity to discover experiences directly on their home tab.

Já, þú last þetta rétt. Með Messenger auglýsingum þá fá notendur forritsins tækifæri á að upplifa eitthvað stórfenglegt. Þessi stórfenglega upplifun er í formi skilaboða frá aðilum sem greiða fyrir að koma þeim til skila.

Facebook segist ekki nota upplýsingar úr samtölum til að ákvarða hvaða auglýsingar eru birtar í Messenger, heldur er þær miðaðar (e. targeted) gagnvart notendum með sambærilegum hætti og auglýsingar í sjálfu Facebook forritinu.

Þegar Facebook hóf prófanir í janúar, þá viðurkenndi fyrirtækið að notendum gæti þótt birting auglýsinga í skilaboðaforritinu vera heldur ónærgætið út frá sjónarmiðum um friðhelgi einkalífs.

Auglýsingarnar birtast á heimaskjá Messenger, og taka um eða yfir helming af öllu sýnilegu plássi á skjánum.

Auglýsingarnar verða með þrennu móti:
1. Messenger auglýsingar: Birtar á heimaskjá Messenger, sem flytja notandann yfir á heimasíðu fyrirtækis eða Messenger samtal.
2. Click to Messenger auglýsingar: Auglýsingar sem eru til þess fallnar að fá notandann til að hefja samtal í Mesenger eftir að hann smellir á auglýsingu í Facebook, Instagram eða Messenger.
3. Kostuð skilaboð: Gerir fyrirtækjum kleift að ná sambandi við fólk sem hefur haft samband við það áður.

Auglýsingakaupendur á Facebook munu nú sjá Messenger auglýsingar sem hluta af staðsetningum í Power Editor og Ads Manger. Það þýðir að strax á næstu vikum munu notendur líklega sjá sína fyrstu auglýsingu á Facebook Messenger.

Aðrir valkostir

Það eru allir á Facebook, og þ.al. allir á Messenger. Það skýrir vinsældir forritsins, og mun líklega leiða til þess að fáir munu yfirgefa þennan vettvang, þrátt fyrir þessa veigamiklu breytingu.

Ef þú vilt samt kjósa með fótunum, og ef auglýsingar í spjallforritum eru ekki þér að skapi þá geturðu skoðað eftirfarandi forrit:

Telegram

Telegram er ekki rekið með hagnarsjónarmiði, og er fáanlegt á iOS, Android, Windows og í vafra. Forritið er úr smiðju Pavel Durov, sem hefur stundum verið kallaður hinn rússneski Mark Zuckerberg. Durov stofnaði VKontakte (vinsælasta samfélagsmiðil Rússlands) en flúði heimalandið fyrir þremur árum.

WhatsApp

WhatsApp

Vinsælasta spjallforrit heims utan Messenger. Facebook keypti forritið á 19 milljarða Bandaríkjadali í október 2014, einmitt út af notendafjölda WhatsApp, sem var þá með 600 milljón mánaðarlega notendur. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær það koma auglýsingar í WhatsApp.

[Tweet „„Það er ekki spurning um hvort, heldur hvenær það koma auglýsingar í WhatsApp““]

Signal

Signal Messenger

Það er óþarfi að útlista helstu eiginleika Signal. Þegar áhyggjufullur notandi spurði Edward Snowden á Twitter hvaða spjallforrit hann ætti að nota, eftir að bandaríski verktakinn gagnrýndi Google Allo, þá mældi Snowden með Signal.

https://twitter.com/Hitsmanalex/status/778589150211563520

Forritið er gefið út af Open Whisper Systems, og dulkóðar öll skilaboð.