fbpx

Apple TV 2 - XBMCApple TV er ansi sniðugt tól fyrir þá sem vilja fá ódýran og góðan margmiðlunarspilara á heimili sitt, en þeir fást hérlendis á tæplega 30.000 kr. þökk sé vörugjöldum og tollum sem leggjast á margmiðlunarspilara, en í Bandaríkjunum er hægt að fá þá á 100 dollara, og í Bretlandi á 100 pund (og þar er hægt að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan ef þú ert íslenskur ferðamaður).

Að neðan er leiðarvísir til að setja upp XBMC á Apple TV, svo hægt sé að nýta tækið til fulls. Leiðarvísinum er skipt í tvennt, annars vegar hvernig þú jailbreakar Apple TV 2 uppsett með iOS 4.3 (skref 1-4), og hins vegar hvernig þú setur inn XBMC á Apple TV (skref 5-8), sem gerir þér kleift að spila efni úr tölvunni þinni, nettengdum flakkara, eða horfa á ýmislegt efni beint af netinu.

UPPFÆRT: Jailbreak fyrir 4.4.4 er komið. Sjá leiðarvísi hér.

Ath! Áður en þú byrjar, þá þarftu að eiga micro-USB > USB kapal til að jailbreak-a Apple TV, og sá kapall fylgir ekki með tækinu þegar þú kaupir það. Hægt er að fá slíkan kapal í öllum betri tölvuverslunum hérlendis á ca. 2000-3000 kr.

Apple TV Jailbreak

Skref 1:
Náðu í SeasonPass.
SeasonPass – Windows útgáfa.
SeasonPass – Mac útgáfa

Skref 2:
Opnaðu Seas0nPass og veldu á Create IPSW, en það er firmware skrá sem þú hleður inn á Apple TV til að jailbreak-a það.

Skref 3:
Þegar Seas0nPass hefur búið til IPSW skrá, þá biður forritið þig um að tengja Apple TV við tölvuna og setja það í DFU Mode.

Skref 4:
Tengdu Apple TV við tölvuna með microUSB kapli, en ekki tengja AppleTV líka við rafmagn. Haltu inni Menu og Play/Pause í 7 sekúndur til að setja Apple TV í svokallaðan DFU ham (e. DFU Mode) (þessar leiðbeiningar ættu líka að birtast á skjánum í SeasonPass).

Á Mac þá sér Seas0nPass um að hlaða inn skránni, en á Windows þá þarftu að halda Shift inni ýttu á Restore í iTunes, og finna skrána sem að SeasonPass bjó til (á að vera staðsett í My Documents).

Að neðan má sjá myndband sem fer í gegnum ferlið ef eitthvað þykir óljóst við þessar leiðbeiningar.

XBMC uppsetning

Skref 5:
Tengdu Apple TV-ið við sjónvarp, og passaðu að það sé tengt á sama WiFi og tölvan sem þú ert að gera þetta á.

Skref 6:
SSH-aðu inn á Apple TV-ið. Ef þú ert á Mac þá opnaru bara Terminal, en ef þú ert á Windows þá skaltu ná í lítið forrit sem heitir PuTTy (nærð í það hér) og gera það. Þegar þú ert kominn í SSH-forrit þá framkvæmiru þessa skipun:
ssh root@apple-tv.local
Nú þarftu að slá inn lykilorð, sem er „alpine“ (án gæsalappa).

Skref 7:
Þegar þú ert kominn inn í AppleTV-ið, þá skaltu slá inn eftirfarandi skipanir. Sláðu inn eina línu í einu og ýttu á Enter á milli.
apt-get install wget
wget -O- http://apt.awkwardtv.org/awkwardtv.pub | apt-key add -
echo "deb http://apt.awkwardtv.org/ stable main" > /etc/apt/sources.list.d/awkwardtv.list
echo "deb http://mirrors.xbmc.org/apt/atv2 ./" > /etc/apt/sources.list.d/xbmc.list
apt-get update
apt-get install org.xbmc.xbmc-atv2
Skref 8:
Finito. Apple TV endurræsir sig núna, og að því búnu þá ætti XBMC að vera komið inn á tækið.

 

 

Algeng vandamál

XBMC lokast alltaf eftir örfáar mínútur af spilun
Ástæðan er sú að Apple TV er að hafa samband við vefþjón Apple og lokar þá á XBMC. Lausnin við því er að:

1. SSH-a inn á Apple TV-ið (sjá skref 6 að ofan)
2. Sláðu inn

cp /etc/hosts /etc/hosts.bak

3. Sláðu nú inn eftirfarandi, eina línu í einu:

echo "127.0.0.1 appldnld.apple.com" >> /etc/hosts
echo "127.0.0.1 mesu.apple.com" >> /etc/hosts
echo "127.0.0.1 appldnld.apple.com.edgesuite.net" >> /etc/hosts

4. Nú ættirðu að geta notað XBMC vandræðalaust.

 

Næturuppfærslur af XBMC:

Ath! Ef þú ert með XBMC útgáfu sem þú ert ánægð/ánægður með það þá er óþarfi fyrir þig að spá í þessu.

Sumir notendur hafa greint frá því að þeir séu að lenda í því að sum plugin virka ekki með þessari stöðuga (e. stable) útgáfu af XBMC. Þá er hægt að uppfæra XBMC og setja upp næturuppfærslu (e. Nightly Build) sem gæti þá bjargað því. Við viljum þó benda fólki á að þessar næturuppfærslu eru misjafnlega stöðugar, þannig að fólk gæti lent í því að þurfa að uppfæra XBMC aftur innan nokkurra daga í nýrri eða eldri útgáfu af XBMC til að hámarka virkni forritsins.

Til þess að uppfæra XBMC í næturuppfærslu þá gerirðu eftirfarandi:

1. Farðu á vef XBMC og afritaðu URL-ið á nýjustu uppfærsluna (Dæmi: http://mirrors.xbmc.org/nightlies/darwin/atv2/xbmc-20111015-56d8d46-master-atv2.deb)
2. SSH-aðu inn á Apple TV (sjá skref 6 að ofan)
3. Sláðu inn cd /private/var/tmp
4. Sláðu inn wget „URL-ið á nýjustu uppfærsluna“ (Dæmi: wget http://mirrors.xbmc.org/nightlies/darwin/atv2/xbmc-20111015-56d8d46-master-atv2.deb)
5. Sláðu nú inn: dpkg -i „skráarnafnið .deb skránni“ (Dæmi: dpkg -i xbmc-20111015-56d8d46-master-atv2.deb)
6. rm „skráarnafnið á .deb skránni“ (Dæmi: rm xbmc-20111015-56d8d46-master-atv2.deb)
7. Nú ætti uppfærslan að vera komin. Prófaðu að endurræsa Apple TV til öryggis.

Avatar photo
Author

17 Comments

  1. Snaebjorns Reply

    ég næ ekki að tengjast með SSI. Kemur alltaf network error, connection fecused. Einhverjar hugmyndir?

    • @ @07120817932ac720ca9277f632f22ff2:disqus  

      1. Passaðu að Apple TV sé tengt við sama staðarnet (WiFi) og tölvan sem þú ert að gera þetta á (ekki algengt, en sumir með fleiri en eitt WiFi á heimilinu sínu). 2. Prófaðu að reyna að tengjast Apple TV með því að finna IP tölu tækisins í staðinn fyrir „apple-tv.local“. Ferð í Settings > General > Network til að finna IP töluna. Í staðinn fyrir „ssh root@apple-tv.local“ þá er skipunin á þessa leið: „ssh root@IP.TALA“ nema auðvitað IP talan á tækinu á eftir @IP:disqus  merkinu.

      • Snaebjorns Reply

        Takk fyrir þetta en því miður er þetta ekki komið hjá mér. Ég var búinn að prufa að tengjast IP tölunni beint og búinn að kanna með wifi-ið, prufaði meira að segja að tengjas beint með kapli. Ef ég geri apple-tv.local þá kemur „host does not exist“ en með ip töluna þá kemur connection refused.

        ég prufaði líka frontrow í staðinn fyrir root og það virkaði ekki.

        prufaði að nota filezilla líka, þar er tæki sem testar hvort routerinn sé rétt stilltur og það gaf jákvæða niðurstöðu. er orðinn ansi pirraður á þessu.

        • @07120817932ac720ca9277f632f22ff2:disqus Ef þú ert 100% á að allt sé rétt, þ.e. notandanafn „root“, lykilorð „alpine“ og ip talan er rétt, þá getur verið að jailbreak-ið hafi ekki tekist hjá þér.

          • Snaebjorns

            ég factiry resettaði tækið og prufaði aftur jail breakið. það komu engin merki um að það hefði ekki tekist. Veistu hvort það sé hægt að sannreyna einhvern vegin hvort það hafi tekist eða ekki?

            mig langar til að prufa að tengast tækinu á öðru wifi og kanna hvort það virki betur.

            Einhverjar aðrar hugmyndir?

          • Já, getur verið að það sé lokað fyrir port 22, sem hleypir umferð um SSH.

  2. Sæll,
    Þegar ég keyri Seas0onPass þá býr hún alveg til ipsw file-inn en lokast svo án þess að biðja mig um að setja tækið á DFU mode. Ég tel mig samt setja það á DFU mode með því að halda inni menu og play tökkunum. Næ síðan alveg að restore-a boxið með ipsw file-num sem Seas0nPass bjó til og það virkar alveg við tv, en ég næ ekki að tengjast í gegnum SSH kemur alltf connection refused.næ samt alveg að ping-a boxið á local

    • Ef maður fær connection refused villuna, þá er tókst jailbreak-ið líkast til ekki, eða það er lokað fyrir port 22, sem SSH fer í gegnum. Á spjallvef hjá Firecore, útgefanda Seas0npass (sjá http://forum.firecore.com/topic/3903) má sjá að sumir hafa þurfti að jailbreak-a nokkrum sinnum þangað til það tókst (einn notandi sagði að það hefði tekist í áttundu tilraun hjá sér).

  3. HJÁLP ég ákvað að reyna að jailbreika apple tvið mitt og er búinn að reyna fara eftir leiðbeiningunum að ofan og einnig reynt að googla mig i gegn um þetta og skoða youtube video sem útskýa skref fyrir skref en alltaf kemur eitthver error i endan hjá mér hef bæði lent i error 1394 og einnig error 1602 og eftir 2 daga af stöðugum pirring og öllum mögulegum úræðum með mína kunnátu á þessu þá er eg búinn að gefast upp.
    ef það er eitthver sem treystir sér i að jeilbreaka og setja upp xbmc fyrir mig væri það roslega vel þeigið og er eg gæti borgað eitthvað fyrir það, endilega sendið mér mail á  styrmir85@gmail.com allar upplýsingar um hvar eða hvernig eg get reddað þessu eru vel þeignar 

  4. Ég gleymdi að slökkva á sjálfvirkum uppfærslum á græjunni(það nýbúinn að fá þetta í hendurnar að ég fattaði ekki að ég þyrfti þess) og ATV uppfærði í 4.4.2 er einhver leið til að downgrade-a í 4.3 aftur?

    • Ef Apple er enn að gera það sem kallast að sign-a 4.3 útgáfuna þá er hægt að downgrade-a. 

      Það var enn mögulegt í síðustu viku þegar Styrmir hér að neðan lenti í vandræðum með sitt Apple TV.

      Annars er Seas0npass einnig búið að fá uppfærslu þannig að það virkar með 4.4.2, en þá er einungis hægt að setja upp næturuppfærslur af XBMC upp, en ekki stable útgáfur. Sjá þennan póst á síðu Firecore, sem býður upp á jailbreak-ið http://blog.firecore.com/5606

  5. Sæll

    Ég er búinn að reyna nokkrum sinnum að jailbreka með nýasta seasonpass. Það virðist allt virka. þe. itunes opnast og fer í firmwere update, keumur verifying apple tv restore, restoreing apple tv firmeware. Þegar því er lokið kemur upp gluggi í itunes sem segir „Your apple TV has been restored to factory settings. Þegar ég tengi appletv svo við sjónvarp hefur ekkert gerst, þe. ekkert seasonpass.

    Hefur þú einhver ráð við þessu.

    Kærar þakkir 

    • Þú ert eflaust búinn að jailbreak-a Apple TV-ið.

      Næsta skref er að tengjast tækinu í gegnum SSH, til að setja upp XBMC.

      Prófaðu að opna Terminal ef þú ert á Mac (eða PuTTY á Windows) og slá inn (án gæsalappa) „ssh root@apple-tv.local“ og lykilorðið „alpine“.

      • Sæll Takk fyrir þetta

        Það er rétt hjá þér, það var jailbrekað þó að ég sæi það ekki.

  6. Ég lendi líka í þessu connection refused kjaftæði! Frekar leiðinlegt.. :/

Write A Comment