Mac OS X Lion: Með Lion stýrikerfinu frá Apple, þá hyggst fyrirtækið ætla að breyta því hvernig fólk skrunar (e. scroll) í forritum sem eru keyrð á stýrikerfinu. Þessa breytingu má rekja til iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch, en þar fer maður neðar á síðu eða í forriti með því að færa fingurinn upp, sem kemur í staðinn fyrir skrunhnapp á mús. Ef þetta nýja skrun á Lion fer í taugarnar á þér þá er mjög einfalt að breyta þessu og færa þetta aftur í gamla horfið.
Skref 1: Farðu í System Preferences. Það geriru annaðhvort með því að fara í Applications og velja System Preferences, eða þá að ýta á Apple merkið uppi í vinstra horninu og velja System Preferences þar.
Skref 2: Veldu Trackpad ef þú ert á fartölvu, en Mouse ef þú ert með mús tengda við tölvuna. Þar skaltu taka hakið af eins og myndin að neðan sýnir.
Trackpad
Mús