fbpx
Tag

Lion

Browsing

iMessageEf þú náðir í Messages forritið fyrir Mac OS X Lion þá hefurðu fengið smjörþefinn af því hvernig það er að nota iMessage á tölvunni þinni

Messages er nú hluti af Mountain Lion stýrikerfinu og nú vill Apple að notendur forritsins uppfæri í Mountain Lion ef þeir hyggjast nýta þjónustuna áfram

Mac OS X LionMac: Resume er ein af helstu nýjungum í Mac OS X Lion (eða Mac OS X 10.7). Í fullkomnum heimi þá virkar Resume þannig að þú ert að vinna í skjali, getur slökkt á tölvunni, kveikt á henni 1-100 dögum síðar og þá opnast forritið og skjalið í sama ástandi og þegar þú skildir síðast við tölvuna.

Mac OS X LionMac: Sumir eru þannig úr garði gerðir að þegar nýtt stýrikerfi kemur út, þá vilja þeir hreinsa öll gögn af gamla stýrikerfinu, og setja nýja kerfið upp, þannig að tölvan sé að vissu leyti eins og hún sé keypt út úr búð.  en ekki uppfæra kerfið með öllum gömlu upplýsingunum (þessi uppsetningaraðferð var í boði á Leopard undir valkostinum Erase and Install, en einnig er oft talað um þetta sem clean install utan okkar ástsælu eyju).

Ef þú kýst að fara þessa aðferð þá þarftu að taka afrit af þeim gögnum sem þú vilt eiga á tölvunni þinni áður en lengra er haldið, og fylgja svo leiðarvísinum að neðan til að tölvan þín verði eins og ný. Þetta er líka hentug aðferð ef þú keyptir tölvuna þína notaða, og vilt heldur hreinsa allt út í stað þess að sitja uppi notandaupplýsingar og fleira frá þeim sem seldi þér hana.

AirParrot logoMac/Windows: Eins og greint var frá í síðustu viku, þá mun Mountain Lion stýrikerfið fyrir Apple tölvur styðja AirPlay speglun fyrir Apple TV eigendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerir AirPlay eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd yfir á Apple TV spilarann ef þau eru tengd við sama þráðlausa netið.

Uppfært 7. júní 2012: AirParrot er nú einnig fáanlegt á Windows

Mac OS X LionMac OS X Lion hefur fengið þriðju uppfærslu sína frá því stýrikerfið kom út í júlí síðastliðnum og er því komið í útgáfu 10.7.3. Mac notendur eru kunnugir slíkum uppfærslum, en með reglulegu millibili koma þær til að laga ýmis vandamál, stór og og smá.

10.7.3 lagar  ýmsar litlar villur, en helsta úrbótin er eflaust lagfæring á tengingu tölvunnar við þráðlaust net eftir að tölvan vaknar úr svefni.

XBMC 11 (EDEN)

Mac OS X Lion: XBMC á sér marga aðdáendur, sem nota forritið sem miðlæga margmiðlunarstöð í stofunni hjá sér, annaðhvort með tölvu eða Apple TV. Með XBMC er nefnilega ekki einungis hægt að spila efni af tölvum eða vefþjónum, heldur er einnig hægt að setja upp ýmsar viðbætur og breyta forritinu í nokkurs konar VOD, auk þess sem hægt er að setja upp viðbætur til að hlusta á tónlist af netinu, íslenskt útvarp, kanna veðrið og margt fleira.

Í eftirfarandi leiðarvísi verður sýnt hvernig þú deilir möppu af tölvunni þinni ef þú ert með Mac OS X Lion, en dæmi eru um að Lion notendur hafi lent í vandræðum með því að nota hefðbundna deilingu (File Sharing í System Preferences) sem stýrikerfið býður upp á. Leiðarvísir fyrir Windows er svo væntanlegur á næstunni.

Mac OS X LionMac OS X Lion: Ein af nýjungum Mac OS X Lion sem kom fyrir rúmum mánuði síðan er þetta blessaða Auto-Correct sem flestir kannast við úr iOS kerfinu. Fyrir okkur Íslendinga er Auto-Correct rauner ekkert nema böl, þar sem að stuðningur fyrir íslenska orðabók fylgir ekki stýrikerfinu. Því mælum við einfaldlega með því að slökkt sé á Auto-Correct í Lion. Að neðan má sjá hvernig þú slekkur á Auto-Correct í Mac OS X Lion.

Mac OS X LionMac OS X Lion: Með Lion stýrikerfinu frá Apple, þá hyggst fyrirtækið ætla að breyta því hvernig fólk skrunar (e. scroll) í forritum sem eru keyrð á stýrikerfinu. Þessa breytingu má rekja til iOS stýrikerfisins fyrir iPhone, iPad og iPod Touch, en þar fer maður neðar á síðu eða í forriti með því að færa fingurinn upp, sem kemur í staðinn fyrir skrunhnapp á mús. Ef þetta nýja skrun á Lion fer í taugarnar á þér þá er mjög einfalt að breyta þessu og færa þetta aftur í gamla horfið.

Mac OS X LionMac: Það hefur ekki farið framhjá neinum sem fylgist grannt með fréttum af Apple að það stóð aldrei til að Lion stæði notendum til boða nema í gegnum Mac App Store.

Nú er Lion vissulega fáanlegt á minnislykli í Apple búðum, en kostar þá 69 bandaríkjadali í stað 29 dala sé stýrikerfið keypt í Mac App Store. Ef þú vilt setja upp Lion í fleiri en einni tölvu án þess að ná í Lion skrána aftur og aftur, eða setja Lion upp á tölvuna og byrja á öllu frá grunni þá geturðu hæglega búið til þinn eigin uppsetningardisk eða uppsetningarlykil af Mac OS X Lion, sbr. leiðarvísirinn að neðan.