fbpx

Að neðan má finna einfaldan leiðarvísi um hvernig þú tekur skjáskot á tölvunni þinni, þannig að þú getir sent vinum og vandamönnum, eða ef þú sérð fyndna mynd, Facebook status eða eitthvað þvíumlíkt.

[cbtabs][cbtab title=“Mac“]

Mac

Skref 1:
Þrjár leiðir eru á Mac til að taka skjáskot með einföldum hætti

I. Til að taka skjáskot af öllum skjánum skaltu ýta á Cmd + Shift + 3.

II. Til að taka skjáskot af völdu svæði skaltu ýta á Cmd + Shift + 4, og halda svo vinstri músarhnappinum inni og velja hversu stórt svæði þú vilt taka skjáskot af.

III. Til að taka skjáskot af einum glugga, þá skaltu ýta á Cmd + Shift + 4. Áður en þú velur svæði með músinni, þá skaltu ýta á bilstöngina (e. spacebar). Þá ætti músarbendillinn að breytast í myndavél, og sá gluggi sem er virkur að dekkjast.

[/cbtab][cbtab title=“Windows“]

Windows

Skref 1:
Ýttu á Print Screen (stundum merktur PrtScn) hnappinn.

(Til að taka einungis skjáskot af þeim glugga sem er virkur, þá skaltu halda inni Alt og ýta svo á PrintScreen. Sem sagt Alt+PrtScn)

Skref 2:
Opnaðu myndvinnsluforrit (t.d. Paint), og farðu í Edit og veldu þar Paste (einnig hægt að nota flýtivísunina Ctrl+V).

Skref 3:
Vistaðu myndina. Sjálfgefið skrársnið er .bmp, en til að spara pláss þá mælum við frekar að skráarsniðið .jpg eða .png sé notað.
[/cbtab][/cbtabs]

1 Comment

  1. Windows 7 og Vista

    1) Smella á Start Menu og skrifa  snipping   smella á enter
    2) Vilja hvað þú vilt „mynda“
    3) Vista ljósmynd

    Lappari

Write A Comment