fbpx

Það líður varla mánuður án þess að við fáum skilaboð á borð við þessi:

Hæ. Ég sótti nýlega forrit sem heitir Mackeeper. Eftir það var bölvað vesen á tölvunni, sem minnkaði ekki þótt ég hafi sett forritið í Trash

Það er algengt að notendur sjái auglýsingu frá Mackeeper (einkum þeir sem sækja efni í gegnum The Pirate Bay), sem veldur því að það koma auglýsingar í sprettigluggum við hin ýmsu tilefni.

Stutta og auðvelda leiðin

Þægilegasta leiðin til að fjarlægja allar leifar af Mackeeper er með því að sækja forrit sem heitir Malwarebytes Anti-Malware fyrir Mac.

Láttu forritið bara skanna tölvuna þína og taktu því rólega. Ef forritið finnur eitthvað á borð við þetta:

Þá smellirðu bara á „Remove Selected Items“ og endurræsir tölvuna.

Lengri leiðin

Ef þú vilt gera þetta án þess að nota einhver forrit til að hjálpa þér, þá skaltu byrja á því að loka Mackeeper og setja það í ruslið. Síðan skaltu opna Finder, halda inni Shift+Cmd+G og slá inn eftirfarandi slóð:

/Library/Application Support

Í þessari möppu skaltu finna MacKeeper Helper möppuna og eyða skrá sem heitir NoticeEngine.plugin.

Að því búnu skaltu eyða eftirfarandi skrám

  • ~/Library/Caches/com.mackeeper.MacKeeper
  • ~/Library/Caches/com.mackeeper.MacKeeper.Helper
  • ~/Library/LaunchAgents/com.mackeeper.MacKeeper.Helper.plist
  • ~/Library/Application Support/MacKeeper Helper
  • ~/Library/LaunchDaemons/com.mackeeper.MacKeeper.plugin.AntiTheft.daemon.plist

Tæmdu svo ruslið, endurræstu tölvuna og kannaðu hvort vandinn sé úr sögunni.