fbpx

google-music.jpg

Ef þig langar að nálgast alla tónlistina þína (eða hér um bil) hvar sem er, hvenær sem er, þá er Google Music eitthvað sem þú ættir að skoða, ekki síðar en núna. Þjónustan, sem var að koma úr beta útgáfu, gerir þér kleift að hlaða allt að 20.000 lögum (ég endurtek, 20.000 lögum) á vefþjóna Google, þannig að þú getir hlustað á þau hvar sem þú ert í heiminum. Hængurinn á þessari ágætu þjónustu er að hún er einungis í boði fyrir Bandaríkjamenn, en blessunarlega þá kunnum við ráð við því.

Til þess að stofna reikninginn þá þarf viðkomandi vitaskuld að vera með Google reikning, en til að setja upp Google Music reikning þá skaltu gera eftirfarandi:

Skref 1: Farðu á ProXPN og náðu í forritið frá þeim. ProXPN er þjónusta sem skýlir þér og lætur vefsíður halda að þú sért staddur í Bandaríkjunum. Windows útgáfu má finna hér, og Mac útgáfu hér, og stofnaðu reikning hjá þeim.

Skref 2: Ræstu og virkjaðu ProXPN (ætti að vera í System Tray á Windows, og Menubar á Mac). Þegar forritið er virkt (ættir að taka eftir því, þar sem að netið verður mun hægara fyrir vikið, sbr. athugasemd hér fyrir neðan). Farðu svo á https://music.google.com.

ATH! Af því að þú ert að nota ókeypis þjónustu hjá ProXPN þá er hraðinn í gegnum tenginguna með hana virka mjög takmörkuð, þannig að ekki láta það koma þér á óvart. Hraðinn kemur aftur þegar þú lokar forritinu.

Skref 3: Þegar þú innskráir þig á Google Music, þá biður Google þig um að staðfesta auðkenni þitt.

Skref 4: Nú biður Google þig um að ná í Music Manager forrit, svo þú getir halað lögunum þínum inn á vefþjón þeirra. Þegar hér er komið við sögu þá geturðu slökkt á ProXPN, og haldið áfram að nota þjónustuna með eðlilegum hætti. Allt búið.

 

Ef ProXPN virkar ekki hjá ykkur, þá er hægt að prófa HotSpot Shield (sjá Skref 1 í Notaðu Netflix á Íslandi) um hvernig Hotspot Shield er notað) og kanna hvaða árangur þú færð með því.

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Ég fæ enn skilaboð um að ég sé utan þjónustusvæðis. Var aldrei beðinn um að staðfesta auðkenni samanber skref 3. Ég þarf ekki að stofna nýjan gmail account er það?

Write A Comment