fbpx

streamus

Ef þú vilt hlusta á stöku lag án þess að ræsa Spotify (eða búa til Spotify aðgang), þá er Streamus nokkuð sem þú gætir haft áhuga á, en það er lítil og einföld vafraviðbót, sem gerir þér kleift að nota YouTube eins og streymiþjónustu.

Eftir að þú hefur sótt viðbótina, þá geturðu fundið og spilað lög ýmist með því að smella á Streamus táknið efst í vafraglugganum (eins og á myndinni að ofan), eða með því að leita í vefstikunni eins og hér fyrir neðan, sem þú gerir með því að skrifa Streamus og ýta á Tab á lyklaborðinu.

Streamus

Streamus er einnig möguleiki á að búa til lagalista og „Smart Radio“, en þá mun tónlistarspilun halda áfram, og reyna að finna lög sem eru þér að skapi miðað við þau lög sem þú hefur þegar valið að spila.

Líkt og flestar viðbætur fyrir Google Chrome, þá er Streamus ókeypis og fáanleg í Chrome Web Store. Frekari upplýsingar má einnig finna á heimasíðu Streamus. Tengla á hvort tveggja má sjá hér fyrir neðan.

Write A Comment