fbpx

Chrome: Nú þarftu ekki lengur að fara inn á Já.is til að senda SMS af netinu, því viðbót fyrir Google Chrome hefur staðið okkur Íslendingum (og raunar útlendingum líka ef út í það er farið) sem einfaldar þetta til muna.

Uppsetning er sáraeinföld. Setjið upp viðbótina og takið svo eftir Já.is merkinu sem birtist hægra megin við veffangsstikuna (e. address bar). Það er hann stebbix sem á heiðurinn að þessari ágætu viðbót, sem er ekkert nema snilld.

Eini gallinn sem margir þekkja eflaust af eigin reynslu, er að það er ekki hægt að senda SMS af já.is í Nova númer. Það tengist þó viðbótinni ekki neitt.

UPPFÆRT 24/03/2012: Já.is býður ekki lengur upp á frítt sms í gegnum netið, þannig að þessi viðbót er svo gott sem dauð, a.m.k. í bili.

Já.is – Senda SMS [Chrome Web Store]

Author

Write A Comment