fbpx

Windows/Linux: Það kannast flestir við ferlið að fá nýja tölvu, að þurfa að ná í Firefox, Skype, iTunes og þessi helstu forrit. Svo þegar á reynir þá gleymdirðu að setja upp Flash, þannig að þegar þú ætlar að horfa á eitt lítið myndband áður en þú ferð út úr húsi þá þarftu að setja upp loka vafranum til að setja upp Adobe Flash.

Ninite leysir þetta vandamál, með því að búa til eitt stórt uppsetningarforrit þannig að þú getur sett upp öll þau forrit sem þig grunar að þú munir nota (og fleiri til) án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli að sækja eitt forrit, endurræsa tölvuna sækja annað o.s.frv.

Notkun Ninite er svo einföld að það er nánast ótrúlegt. Þú ferð inn á síðuna þeirra, hakar við forritin sem þú vilt setja upp, smellir svo á Get Installer neðst, og þá byrjar ballið.

Ninite

Avatar photo
Author

Write A Comment