fbpx
Tag

Forrit

Browsing

Google Reader LogoBandaríska tæknifyrirtækið Google hyggst leggja RSS þjónustuna Google Reader á hilluna eftir rétt rúman mánuð (1. júlí 2013).

Það er því vert að skoða hvaða möguleikar eru í boði þegar ljósin verða slökkt, fyrir hina fjölmörgu sem reiða sig á þjónustuna til að fá fréttaskammtinn sinn.

Twitter

Twitter forritið fyrir Mac fékk á dögunum sína fyrstu uppfærslu síðan 2011, og kemur nú loks með Retina stuðningi, og betri stuðning fyrir deilingu mynda, auk þess sem forritið er nú í boði á 14 tungumálum.

Mac: Fyrir 15 árum þá var einfalt að taka upp útvarpsþætti. Aiwa hljómflutningsgræjur voru vinsælasta fermingargjöfin, 3 diska geislaspilari ásamt innbyggðu kassettutæki með upptökumöguleika. Flottasta græjan árið 1998.

Ef vinur eða ættingi átti innslag í útvarpsþætti, eða skemmtilegt lag var væntanlegt í spilun, þá ýtti maður einfaldlega á rauða Rec takkann og yfirgaf herbergið.

XBMC 12 - Frodo

Margmiðlunarforritið XBMC fékk ansi öfluga uppfærslu á dögunum, þegar opinber útgáfa af XBMC 12, eða Frodo kom út.

XBMC forritið nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim, en margir þekkja eflaust einungis til forritsins vegna þess að þeir eru með það uppsett á Apple TV tækjum sínum.

XBMC logo

Ef þú notar margmiðlunarforritið XBMC daglega, þá getur verið þægilegt að stjórna forritinu með fleiri aðferðum en bara lyklaborðinu (eða Apple TV fjarstýringu á tæki sem búið er að framkvæma jailbreak á).

Á innan við fimm mínútum geturðu stillt XBMC þannig að hægt er að stjórna forritinu úr hvaða netvafra sem er, ef tölvan er tengd við sama staðarnet (e. Wi-Fi) og netið sem XBMC forritið tengist.

Windows/Linux: Það kannast flestir við ferlið að fá nýja tölvu, að þurfa að ná í Firefox, Skype, iTunes og þessi helstu forrit. Svo þegar á reynir þá gleymdirðu að setja upp Flash, þannig að þegar þú ætlar að horfa á eitt lítið myndband áður en þú ferð út úr húsi þá þarftu að setja upp loka vafranum til að setja upp Adobe Flash.

Ninite leysir þetta vandamál, með því að búa til eitt stórt uppsetningarforrit þannig að þú getur sett upp öll þau forrit sem þig grunar að þú munir nota (og fleiri til) án þess að þurfa að fara í gegnum það ferli að sækja eitt forrit, endurræsa tölvuna sækja annað o.s.frv.