Android/iOS/BlackBerry/Windows 7 Slate: Við höfum áður fjallað um hversu mikil snilld það er að lesa fréttir í forritum á borð við Flipboard. Ef þú vilt aftur á móti lesa gamalt og gott dagblað, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá er vert að gefa PressReader nokkurn gaum. Með forritinu hefur verið hægt að lesa íslensk dagblöð á borð við Fréttablaðið og Morgunblaðið í snjallsímum eða spjaldtölvum.

Það sem gerir forritið þægilegt, er að auðvelt er að smella á stakar greinar, til að stækka greinina sjálfa, og svo að loknum lestri þá er hægt að smækka greinina aftur og fletta í gegnum blaðið.

Eins og áður segir, þá er einungis hægt að lesa Fréttablaðið og Morgunblaðið í forritinu. Forritið sjálft er ókeypis (tenglar neðst), en ef maður vill nota forritið reglulega þá getur maður annaðhvort keypt hvert blað á $0.99 eða $29.95 fyrir mánaðaráskrift. Þó er hægt er að fá 7 blöð ókeypis á meðan forritið er prófað.

Að neðan má sjá myndband af forritinu í notkun:

PressReader [App Store]
PressReader [Android Market]
PressReader [Android HoneyComb)
PressReader [Windows 7 Slate]
PressReader [BlackBerry App World]