fbpx


Í leiðarvísi sem var birtur fyrir nokkrum mánuðum var sýnt hvernig hægt er að jailbreak-a Apple TV og setja upp XBMC á spilaranum.

XBMC er þó ekki eina forritið sem hægt er að keyra á Apple TV eftir jailbreak. Meðal forrita sem einnig er hægt að setja upp á Apple TV er hið vinsæla Plex (sem byggir á grunni XBMC).

Að neðan má sjá hvernig við setjum upp Plex á Apple TV. Við viljum benda á að þegar þetta er ritað (13. des 2011), þá er enn hægt að nota Seas0nPass og jailbreak-a untethered í útgáfu 4.3.x, á meðan 4.4.3 býður manni bara upp á svokallað tethered jailbreak.

UPPFÆRT (2.jan 2012): Unthered jailbreak er komið fyrir Apple TV 4.4.4.

Munurinn á Tethered og Untethered jailbreak?
Hann er sá að þegar um tethered jailbreak er að ræða, þá þarf að tengja Apple TV við tölvu, setja í DFU mode og allan pakkann svo hægt sé að kveikja á því eða endurræsa það, sem er heldur hvimleitt fyrir þá sem eru t.d. bara með borðtölvu. Með untethered jailbreak þá er maður laus við allt slíkt vesen.

Plex uppsetning

Bendum á að leiðarvísinn til að jailbreaka Apple TV ef þú hefur ekki enn gert það, því það er nauðsynlegt svo hægt sé að halda áfram.

Af hverju Plex í staðinn fyrir XBMC?
Ef maður er með stórt og mikið safn á heimilistölvunni, og er með kveikt á henni nánast 24/7, þá þarf notandinn að gera mun minna frá því hann setur upp Plex og þangað til hann er farinn að horfa á horfa á myndefni sem er geymt í tölvunni. Það er aðeins meiri handavinna að setja upp XBMC, sem er einnig með meira úrval viðbóta. Þó er vel hægt að hafa bæði forrit í einu ef maður vill nýta sér helstu möguleika úr hvoru forritinu. Oft er það bara smekksatriði hvort fólki líkar betur að nota XBMC eða Plex.

ATH! Við viljum benda sérstaklega á að til að spila efni með Plex þá verður Plex Media Server að vera uppsettur á tölvunni, en hann er hægt að fá á heimasíðu Plex. Athugið líka að til að nota Plex með útgáfu 4.4.4. fyrir Apple TV þá þarf að setja upp beta útgáfu af Plex, þannig að einhver villur gætu verið til staðar í forritinu.

Skref 1:
Tengdu Apple TV-ið við sjónvarp, og passaðu að það sé tengt á sama WiFi og tölvan sem þú ert að gera þetta á.

Skref 2:
SSH-aðu inn á Apple TV-ið. Ef þú ert á Mac þá opnaru bara Terminal, en ef þú ert á Windows þá skaltu ná í lítið forrit sem heitir WinSCP (nærð í það hér) og gera það. Þegar þú ert kominn í SSH-forrit þá framkvæmiru þessa skipun:

ssh root@apple-tv.local

Nú þarftu að slá inn lykilorð, sem er „alpine“ (án gæsalappa).

Skref 3:
Þegar þú ert kominn inn í AppleTV-ið, þá skaltu slá inn eftirfarandi skipanir (án gæsalappa). Sláðu inn eina línu í einu og ýttu á Enter á milli.

apt-get install wget

wget http://nightlies.plexapp.com/plex-atv-plugin/repo/com.plexapp.repo.beta_1.0_iphoneos-arm.deb

dpkg -i com.plexapp.repo.beta_1.0_iphoneos-arm.deb

apt-get update

apt-get install com.plex.client-plugin

killall AppleTV

Skref 8:
Finito. Apple TV endurræsir sig núna, og að því búnu þá ætti Plex að vera komið á Apple TV-ið. Ef það endurræsir sig ekki þá geturðu prófað að slá inn

reboot

í staðinn fyrir killall AppleTV, eða bara taka rafmagnssnúruna úr sambandi, bíða í 30 sekúndur og stinga henni aftur í samband.

Avatar photo
Author

15 Comments

  1. Fæ alltaf upp svarta skjámynd þegar ég er búinn að installa með SSH, þ.e. það kemur upp hvítt apple logo en svo verður skjárinn bara svartur.
    einhver lausn?

    • Fékkstu einhver villuboð þegar þú varst að installa með SSH? 

      Einnig, hefurðu prófað að taka Apple TV alveg úr sambandi, bíða í svona 15-20 sek og stinga aftur í samband?

    • P Matthiasson Reply

      Þeas , ég vildi geta horft af servernum í apple tv.

      • Setur upp Plex Media Server í Mac/Windows. Hefur tölvuna sem er með Plex Media Server í gangi á sama WiFi og Apple TV. Plex ætti þá að nema það sem kemur úr servernum á Apple TV sjálfkrafa.

        • P Matthiasson Reply

          Myndi það skipta máli þó að Home serverinn sé á öðru neti ,svo framarlega að borðtalva sé með uppsettu Plex Media Server.

          • Eins og staðan er núna þá þarf myPlex að koma á Plex fyrir Apple TV til að þetta sé hægt. 

            Frekari upplýsingar um þetta eru í þræði á spjallborði Plex hér: http://forums.plexapp.com/index.php/topic/33810-possible-to-connect-with-apple-tv-to-an-external-plex-server/

  2. Sæll, hvar finn ég þetta shh? er búinn að downloada þessu en svo finn ég þetta bara engan veginn..

    • Þú meinar eflaust SSH. SSH er aðferðin sem þú notar til að tengjast Apple TV-inu.

      Ef þú ert á Mac þá opnarðu bara Terminal. Ef þú ert á Windows þá þarftu að ná í forritið WinSCP. Síðan geturðu byrjað að fylgja leiðarvísinum.

    • Vefþjónninn hjá Plex liggur eflaust niðri, við höfum séð svipaðar villur með XBMC. Prófaðu aftur eftir annaðhvort eftir nokkra tíma eða á morgun.

      • já þetta er komið inn nuna:)   enn er í veseni með apple tv hja tengdo, eg jailbrakea hann með þessu 5.0…. ég var búinn að installa öllu setja netflix upp og plex, þá þurfi eg að gera killall eða reboot. þá kemur ekkert inn heldur mynd af ithunes og micro usb snúra 🙁

        • Já, það er af því að þetta er bara svokallað tethered jailbreak sem er komið fyrir 5.0.

          Þú þarft að framkvæma tethered boot til að ná tækinu í gang.

          Sem betur fer þá er þetta vonandi eina skiptin sem þú þarft að gera tethered boot, þar sem að Plex frýs sjaldan.

          Neðarlega í þessari grein þá má sjá leiðbeiningar um hvernig þú framkvæmir Tethered Boot.

           http://einstein.is/2012/04/06/tethered-jailbreak-komid-fyrir-apple-tv-2-utgafu-5-0-leidarvisir

          • Jarlinn

            Ég er í vandræðum með PLEX á Apple TV.  Það koma alltaf villuboð eftir nokkra mínutna spilun.  Kanntu einhver ráð?

          • Hvaða villuboð koma?

            Þú getur prófað að tengjast Apple TV með PuTTY (Windows) eða Terminal á Mac og skrifa þar eftirfarandi skipanir

            apt-get update
            apt-get upgrade

            Þá uppfærirðu alla pakka á Apple TV. Það hjálpar stundum, en þetta er samt alls ekki skotheld lausn.

Write A Comment