fbpx

XBMC fékk stóra uppfærslu um jólin, þegar betaútgáfa af XBMC 11.0 kom út, sem hefur fengið nafnið „Eden“. XBMC Eden felur meðal annars í sér minna álag á örgjörva, og betri stuðning við iOS. Á heimasíðu XBMC má finna ítarlega færslu um helstu breytingarnar.

Að neðan má sjá stuttan leiðarvísi til að setja upp XBMC á Apple TV, ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn (ef ekki þá er hægt að fylgja leiðarvísi okkar til að gera það)

Skref 1:
Tengdu Apple TV-ið við sjónvarp, og passaðu að það sé tengt á sama WiFi og tölvan sem þú ert að gera þetta á.

Skref 2:
SSH-aðu inn á Apple TV-ið. Ef þú ert á Mac þá opnaru bara Terminal, og slærð inn þessa skipun til að tengjast:
ssh root@apple-tv.local

Á Windows þá þarftu að ná í lítið forrit sem heitir PuTTY (nærð í það hér) og gera það
Ef þú ert í Windows Vista eð Windows 7 þá þarftu enn fremur að hægri-smella á forritið og velja „Run As Administrator“. Á PuTTy skaltu slá inn „apple-tv.local“ (án gæsalappa) í Host Name, og passa að Connection type í línunni fyrir neðan sé SSH. Þegar þú tengist þá skaltu slá inn notandanafnið root og lykilorðið alpine.

Nú þarftu að slá inn lykilorð, sem er „alpine“ (án gæsalappa).

Skref 3:
Þegar þú ert kominn inn í AppleTV-ið, þá skaltu slá inn eftirfarandi skipanir (án gæsalappa). Sláðu inn eina línu í einu og ýttu á Enter á milli.

apt-get install wget

echo "deb http://apt.awkwardtv.org/ stable main" > /etc/apt/sources.list.d/awkwardtv.list

echo "deb http://mirrors.xbmc.org/apt/atv2 ./" > /etc/apt/sources.list.d/xbmc.list

apt-get update
apt-get upgrade
apt-get -f install
apt-get install curl
apt-get install org.awkwardtv.whitelist
apt-get install org.xbmc.xbmc-seatbeltunlock
apt-get install com.nito.updatebegone
apt-get install org.xbmc.xbmc-atv2
reboot

Skref 8:
Finito. Apple TV endurræsir sig núna, og að því búnu þá ætti XBMC að vera uppsett á Apple TV spilaranum.

Algeng vandamál

XBMC lokast alltaf eftir örfáar mínútur af spilun
Ástæðan er sú að Apple TV er að hafa samband við vefþjón Apple og lokar þá á XBMC. Almennt nægir að hafa UpdateBeGone sem er settur inn á Apple TV skv. leiðbeiningunum að ofan, en ef það nægir ekki þá er pottþétt lausn hér að neðan:

1. SSH-a inn á Apple TV-ið (sjá skref 2 að ofan)
2. Sláðu inn

cp /etc/hosts /etc/hosts.bak

3. Sláðu nú inn eftirfarandi, eina línu í einu:

echo "127.0.0.1 appldnld.apple.com" >> /etc/hosts
echo "127.0.0.1 mesu.apple.com" >> /etc/hosts
echo "127.0.0.1 appldnld.apple.com.edgesuite.net" >> /etc/hosts

4. Nú ættirðu að geta notað XBMC vandræðalaust.

Avatar photo
Author

6 Comments

 1. Ef maður uppfærir í Eden útgáfuna missir maður þá allt sem maður var búinn að setja inn í eldri útgáfu ?

 2. Er í vandræðum með að koast inná apple-tv í gegnum terminalinn þegar ég slæ þar inn, ssh root@apple-tv.local þá kemur ssh:connect to host apple-tv.local port 22: Connection refused unknown-10-9a-dd-5a-61-74Hvað er til ráða?

  • Nokkur atriði: 

   1. Ertu búinn að jailbreak-a Apple TV-ið ?2. Er Apple TV tengt við internet?

   Ef svarið er jákvætt við hvoru tveggja, þá geturðu prófað að tengjast við IP töluna á Apple TV í staðinn fyrir apple-tv.local.

   Finnur IP töluna á Apple TV með því að fara í Settings > General > Network.

 3. Garðar Kristjánsson Reply

  Þegar maður uppfærir eden gerir maður þessi skref? eða hvaða CMD þarf maður að nota til að uppfæra í nýjasta..?

  • Þá tengistu bara við Apple TV spilarann eins og skref 2 mælir fyrir um. Slærð svo inn eftirfarandi skipanir

   „apt-get update“ og „apt-get upgrade“ (án gæsalappa)

Write A Comment