fbpx

Rétt eins og það er komið untethered jailbreak fyrir iOS 5.0.1, þá er það nú líka komið fyrir Apple TV 4.4.4. Við mælum því með því ef þú átt iPhone 4S eða iPad 2 og vilt spegla tækið með Airplay Mirroring.

Í myndbandinu sem sést hér að neðan má sjá hvernig Airplay Mirroring virkar í framkvæmd, þannig að þú getur tekið ákvörðun um hvort þetta sé eitthvað fyrir þig, og í leiðinni hvort þú viljir uppfæra úr 4.3 yfir í 4.4.

Hér að neðan eru svo leiðbeiningar sem sýna hvernig jailbreak er framkvæmt:


Skref 1:
Náðu í SeasonPass. Afþjappaðu .zip skránni og opnaðu forritið
SeasonPass – Windows útgáfa.
SeasonPass – Mac útgáfa

Skref 2:
Opnaðu Seas0nPass og veldu á Create IPSW, en það er firmware skrá sem þú hleður inn á Apple TV til að jailbreak-a það.

Skref 3:
Þegar Seas0nPass hefur búið til IPSW skrá, þá biður forritið þig um að tengja Apple TV við tölvuna og setja það í DFU Mode.

Skref 4:
Tengdu Apple TV við tölvuna með microUSB kapli, en ekki tengja Apple TV líka við rafmagn. Haltu inni Menu og Play/Pause í 7 sekúndur til að setja Apple TV í 7 sekúndur (þessar leiðbeiningar ættu líka að birtast á skjánum í SeasonPass).

Á Mac þá sér Seas0nPass um að hlaða inn skránni, en á Windows þá þarftu að halda Shift inni ýttu á Restore í iTunes, og finna skrána sem að SeasonPass bjó til (á að vera staðsett í My Documents).

Að neðan má sjá myndband sem fer í gegnum ferlið ef eitthvað þykir óljóst við þessar leiðbeiningar.

Með jailbreak-inu sjálfu gerist ósköp lítið, en á síðunni má einnig finna leiðbeiningar um hvernig XBMC er sett upp á Apple TV, eða Plex ef það hentar þér betur. Bendum á að það er vel hægt að setja upp hvort tveggja án nokkurra vandræða.

Avatar photo
Author

10 Comments

 1. eg hlaða niður seas0npass ,unzip en þegar tvismella opnast ekki(windows vista sp2)help please..

  • Gæti verið að þú sért ekki með .NET Framework installað á tölvunni þinni? Getur náð í það hér: http://www.microsoft.com/download/en/details.aspx?displaylang=en&id=17851

   • enþa sama vantamal buinn að hlaða niður .NET fRAMEWORK enduræsa ekkert??????????

 2. Bjarnikristinn Reply

  Ég er búin að reyna að gera þetta nkl eins og sýnt er í leiðarvísirnum, þegar ég held inni menu play/pausa þá gerist ekki neitt!! Og það er alveg frekar súrt :(!

  • Bjarni, færðu blikkandi ljós á Apple TV-ið þegar þú tengir það við USB ?

   Ef það klikkaði í fyrsta sinn, þá getur það gerst að maður komi því ekki í DFU Mode. Lenti eitt sinn í því að það virkaði ekki. Þá prófaði ég að… loka Seas0nPass, taka Apple TV úr sambandi og gera allt frá byrjun, þ.e. opna svo Seas0npass og tengja Apple TV-ið við, og reyna aftur.

   Mundu líka þegar þú ert að halda í 7 sekúndur að telja „hundrað og einn… hundrað og tveir…“ o.s.frv. svo þú sért í raun að halda þessum tökkum inni í 7 sekúndur.

   • já alltaf núna þegar ég tengi draslið við, þá blikkar ljósið alltaf !

    • Prófaðu að hafa það líka tengt við rafmagn. Ég hef einu sinni lent í því að það var erfitt að koma tækinu í DFU Mode, og þá virkaði það.

     Annars að prófa annað usb port eða aðra tölvu.

     • OKei, ég held samt að það sé best fyrir mig að láta einhvern gera þetta, heyrði að það er tekið 2 þúsund kall fyrir þetta einhverstaðar, 🙂

 3. Ég næ ekki að setja helvítis djöfulsins sorpið í DFU mode! Það gerist ekki jackshitt þegar ég held tökkunum inni! Algjört RUSSL!

Write A Comment