fbpx

XBMC 11 (EDEN)

Mac OS X Lion: XBMC á sér marga aðdáendur, sem nota forritið sem miðlæga margmiðlunarstöð í stofunni hjá sér, annaðhvort með tölvu eða Apple TV. Með XBMC er nefnilega ekki einungis hægt að spila efni af tölvum eða vefþjónum, heldur er einnig hægt að setja upp ýmsar viðbætur og breyta forritinu í nokkurs konar VOD, auk þess sem hægt er að setja upp viðbætur til að hlusta á tónlist af netinu, íslenskt útvarp, kanna veðrið og margt fleira.

Í eftirfarandi leiðarvísi verður sýnt hvernig þú deilir möppu af tölvunni þinni ef þú ert með Mac OS X Lion, en dæmi eru um að Lion notendur hafi lent í vandræðum með því að nota hefðbundna deilingu (File Sharing í System Preferences) sem stýrikerfið býður upp á. Leiðarvísir fyrir Windows er svo væntanlegur á næstunni.

Leiðarvísirinn miðar við að notandi sé með Apple TV, enda er það að njóta aukinna vinsælda að einstaklingar jailbreak-i það í þeim tilgangi að setja upp XBMC.

 

Skref 1: Byrjaðu á að fara í Mac App Store og ná í Media Master Server [ókeypis – Mac App Store].

Þegar þú hefur opnað Media Master Server þá skaltu gera eftirfarandi:

> Fara í Settings og skilgreindu notandanafn og lykilorð. (Þarf ekki að vera flókið, þú notar þetta bara fyrir XBMC)
> Farðu svo í General á Media Master Server og veldu Select root directory. Finndu  möppuna sem þú vilt deila. Mælt er með því að maður  hafir Root Directory möppuna þannig að t.d. ef þú ert að deila bæði „Kvikmyndir“ og „TV“, að þú hafir eftirfarandi form á safninu þínu.

Macintosh HD > Media, svo möppurnar Movies og TV þar undir (sem sagt Macintosh HD/Media/TV og Macintosh HD/Media/Movies.

Þetta er gert svo það verði einfaldara að að skoða efnið í XBMC.

Þannig að miðað við dæmið að ofan þá hefurðu Root Directory í Media Master Server „Media“ möppuna en ekki Movies eða TV. Höldum svo áfram.

Nú skaltu kveikja á Media Master Server með því að smella á ON (þarft alltaf að hafa forritið í gangi til að þú getir spilað skrár úr tölvunni þinni á XBMC).

> Farðu í System Preferences > Network og sjáðu hver IP talan er á netinu (eflaust eitthvað 192.168.1.X eða 10.0.1.X þar sem X er talan sem sker sig úr á netinu ykkar). Skrifaðu IP töluna niður eða leggðu hana á minnið, því þú þarft hana í XBMC á eftir.

 

Skref 2: Farðu í Apple TV. Farðu í Videos > Files og og Add Videos…

> Smelltu á Browse og veldu „Add Network location…“ neðst. Þá birtist gluggi. Í þeim glugga skaltu velja eða skrifa eftirfarandi:

Protocol: WebDAV Server (HTTP)
Server Address: IP talan á makkanum sem er með Media Master Server í gangi
Remote Path: „Heitið á möppunni“ (t.d. Movies ef þú vilt komast í Media/Movies)
Port: Portið sem Media Master gefur (eflaust 8000)
Username/Password: Notandanafn og lykilorð sem þú valdir í Media Master Server.

Smelltu á OK. Þú gætir núna hugsanlega fengið skilaboðin „XBMC was unable to connect to the network location. This could be due to the network not being connected. Would you like to add it anyway?“ Veldu Yes við þessu.

Skref 3: Þegar þú smellir á OK þá er eins og ekkert hafi gerst, EN, þetta source sem þú varst að bæta við ætti núna að vera efst í valmyndinni sem er sjáanleg á skjánum. Farðu efst í listann og þú sérð þá dav://iptalan/möppunafn (nema auðvitað IP talan þín og mappan sem þú valdir). Smelltu á það, og þá ættirðu að sjá innihald möppunar og „…“ efst. Um leið og þú sérð möppuna ýttu þá á vinstri takkann á Apple TV fjarstýringunni til að velja beint OK.

Skref 4: Þegar þú ert búin að velja OK í skrefi 3, þá þarftu að skilgreina hvort þetta efnið séu sjónvarpsþættir (TV Shows), kvikmyndir (Movies), tónlistarmyndbönd (Music Videos) eða blandað efni (None). Veldu Movies fyrir kvikmyndamöppuna.

Skref 5: Búið. Endurtaktu skref 2 og 3 ef þú vilt bæta fleiri möppum við.

 

ATH! Ef þú vilt bæta við óskipulagðri möppu, sem er t.d. með tónlist, myndbönd, kvikmyndir og þætti allt í bland þá gerirðu það sama, nema velur None í staðinn fyrir TV Shows eða Movies. Þá geturðu bara skoðað efnið í Files en ekki undir Movies eða TV Shows.

Avatar photo
Author

6 Comments

      • Finn ekkert. 
        Mátt adda mér á MSN þetta er að gera mig BILAÐANN !! 
        Ef þú vildir vera svo góður. 
        kristvin@interne:disqus t.is

  1. Ok þetta datt inn… 
    En þetta frýs rosalega og þarf að boota þessu aftur og aftur. 
    Ég fer i folderinn þar sem allt movie safnið mitt er og hún byrjar að skanna svo dettur hún inn eða frýs

  2. Nú frýs þetta algerlega. 
    Counterinn fer á fleigiferð og svo frýs þetta bara 🙁

  3. Jæja….. ég fékk góða ráðleggingu í dag. 
    Málið er hinsvegar að ég breytti passwordinu 
    en svo þegar ég ætla ssh mig inní appletv þá virkar passwordið ekki. 
    Er hægt að gera reset á passwordið

Write A Comment