fbpx

Jailbreak: FlipOver er viðbót (e. tweak) fyrir þá sem hafa jailbreak-að iPhone, iPod Touch, eða iPadinn sinn. Með FlipOver þá þarftu ekki að læsa símanum eða setja hann á hljóðlausa stillingu, heldur er nóg að láta símann frá sér þannig að bakhlið símans snúi upp, og þá setur maður símann í svefn og hann læsist. Þegar síminn er tekinn aftur upp þá vaknar síminn úr svefni og maður getur notað hann á ný.

FlipOver nýtir sér nema tækisins sem slökkva á skjánum þegar símtal er í gangi (e. proximity sensor), þannig að þegar síminn liggur á borði, þá læsist hann, fer á hljóðlausa stillingu. Einnig er hægt að stilla viðbótina þannig að það geri annað hvort af þessum atriðum, auk þess sem notandi getur valið hvort síminn opnist sjálfkrafa þegar hann er tekinn upp eða ekki.

Til þess að næla sér í FlipOver, þá einfaldlega opnar maður Cydia, fer í leitarflipann og slær inn nafn viðbótarinnar, FlipOver, en það kostar $0.99.

Avatar photo
Author

Write A Comment