fbpx

RÚV logoSarpurinn frá RÚV hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var kynntur til sögunnar fyrir liðlega fjórum mánuðum, þar sem áhorfendur geta nú notið dagskrár ríkisútvarpsins óháð stað og tíma.

Forritarinn Dagur (ekkert eftirnafn gefið upp) er einstaklingur sem á mikið lof skilið, en hann tók sig til og einfaldaði aðilum að horfa á efni úr Sarpinum með því að búa til XBMC viðbót fyrir Sarpinn. Með viðbótinni er hægt að horfa á dagskrárliði í sjónvarpinu án atbeina tölvu (t.d. með Apple TV) sem margir myndu telja þægilegra heldur en að heimsækja RÚV vefinn í tölvu til að horaf á dagskrárliði.

Þar sem viðbótin er ný af nálinni þá er hún ekki laus við villur, og af þeim sökum eru notendur beðnir um að taka því með jafnaðargeði ef sumir hlutar Sarpsins virka ekki.

Ef þú fylgdir leiðarvísi okkar í síðustu viku um hvernig XBMC viðbætur eru settar upp þá ætti þér að vera kunnugt um ferlið sem fylgir þessu, en annars er hægt að fylgja leiðarvísi hér að neðan. Sem fyrr þá miðar leiðarvísirinn við að notandi sé með Apple TV, en uppsetningin er ennþá einfaldari ef maður er með XBMC á tölvunni sinni, þar sem að notandinn þarf þá ekki að tengjast tækinu með SFTP.


UPPFÆRT (31. okt 2012): Sarpurinn er hluti af opinberum XBMC viðbótum og því þarf ekki lengur að fylgja skrefunum að neðan. Nú nægir að opna XBMC og fara þar í System > Add-ons > Get Add-ons, Video add-ons og velja þar Sarpur og Install.  

Skref 1: Fyrst þarftu að sækja svokallaða repository skrá sem geymir viðbótina, en hana er hægt að nálgast hér (.zip skrá).

Skref 2: Nú þarftu að tengjast Apple TV með SFTP. Til þess að gera það þarftu að hafa forrit sem styður SFTP skráarflutning, t.d. FileZilla.

Ath! Tölvan sem þú tengist Apple TV-inu verður að vera á sama Wi-Fi og Apple TV-ið sjálft. Slærð svo inn eftirfarandi í FileZilla, og athugaðu að það er mikilvægt að þú notir SFTP en ekki FTP. Í FileZilla skaltu svo rita eftirfarandi gildi:

Host name: apple-tv.local
username: root
password: alpine

Skref 3: Þegar þú ert hefur tengst Apple TV með FileZilla, þá skaltu setja inn skrárnar sem þú sóttir í skrefi 1 í möppuna /private/var/mobile. Að því búnu þá skaltu fara svo yfir í Apple TV spilarann, og opna XBMC. Ferð þar í System > Add-ons og Install from zip file til að setja það upp. Farðu svo í System > Add-ons > Get Add-ons. Veldu googlecode-xbmc-addons Add-ons, finndu þar Video Add-ons, smelltu á Sarpur og svo Install.

Skref 4: Endurræstu XBMC til öryggis svo allar breytingar taki örugglega gildi, og þá ættirðu að sjá Sarpinn í Videos > Add-ons.

Avatar photo
Author

6 Comments

  1. Snilld, væri til í að sjá svona fyrir Skjáeinn frelsi og Stöð2 frelsi fyrir þá sem hafa aðgang inná það.

    • Slíkt add-on væri náttúrulega eintóm snilld, en satt að segja efumst við um að það sé á döfinni. Það er frekar að einhver taki sig til og búi til add-on fyrir MBL sjónvarp eða Vefsjónvarp Vísis.

      • Sholafsson Reply

        Visir er kominn í official XBMC 10 (Dharma) repo-ið.
        Nú er bara að vona að báðir höfundar (Sarpur og Vísir) submitti þeim í 11 (Eden) repo-ið

      • Sholafsson Reply

        Visir er kominn í official XBMC 10 (Dharma) repo-ið.
        Nú er bara að vona að báðir höfundar (Sarpur og Vísir) submitti þeim í 11 (Eden) repo-ið

    • Hún ætti að vera til staðar, kannski ertu í rangri möppu. Sarpur er samt núna komið í Official Repo-ið þannig að nú þarf bara að fara í System > Add-ons > Get Add-ons, Video add-ons og velja þar Sarpur.

Write A Comment