fbpx

iFantasyFootball LogoiOS: Ef þú ert áhugamaður um ensku úrvalsdeildina í knattspyrnu og tekur þátt í draumaliðsleiknum á fantasy.premierleague.com, þá er iFantasyFootball forrit sem þú ættir ekki að láta fram hjá þér fara.

iFantasyFootball er forrit sem gerir þér kleift að skoða og breyta liðinu þínu úr iPhone símanum þínum þannig að þú getir breytt liðinu þínu þótt þú sért fastur í veislu seint á föstudagskvöldi.

Einnig er hægt að fá tilkynningu kvöldið áður en hver leikvika byrjar, skoða næstu umferðir, breyta um fyrirliða og skipta út leikmönnum. Að endingu þá er mjög þægilegt að skoða forritið á meðan leikirnir eru í gangi, því það uppfærist alltaf jafnóðum, og þú getur verið kominn með upplýsingar um hvort leikmaður í þínu liði hafi t.d. átt stoðsendingu að marki innan við 5 mínútum eftir að það var skorað.

Í stuttu máli þá uppfyllir iFantasyFootball allar helstu þarfir manns í áðurnefndum draumaliðsleik. Eini ókosturinn sem ég fann fyrir við prófun á forritinu er að stöðugleikinn mætti vera meiri, en í 1 af hverjum 10-15 skiptum sem ég notaði forritið þá kom það fyrir að forritið lokaðist fyrirvaralaust. Af þeim sökum mæli ég ekki með því að einstaklingar ætli sér að treysta á forritið til að gera breytingar á liði sínu kl. 11:28 á laugardagsmorgni.

iFantasyFootball fæst í App Store, kostar $1.99 og virkar á iPhone, iPad og iPod Touch.

[nggallery id=5]

Avatar photo
Author

Write A Comment