Apple sendi nýja auglýsingu frá sér um helgina. Að þessu sinni er iPhone 4S ekki í aðalhlutverkinu, heldur iCloud. iCloud er skýþjónusta sem gerir notendum kleift að hafa dagatal, forrit, tölvupóst, myndir o.fl. allt stillt saman við vefþjón Apple.
iCloud er frítt upp að 5GB, en síðan er hægt að kaupa meira pláss fyrir ársgjald, þ.e. 10GB fyrir $20, 20GB fyrir $40 og 50GB fyrir $100.