Apps Gone FreeiOS: Þótt flest iPhone forrit kosti ekki meira en $0.99 eða $1.99 þá er það fljótt að safnast saman í háar fjárhæðir þegar maður er að spreða í forrit í prófunarskyni, eða í leiki sem maður spilar í 2-3 daga og svo ekki söguna meir.

Forritið AppsGoneFree er með svar sem sparar manni aurinn. Þannig er mál með vexti að forritarar hafa oft forrit sín ódýr eða ókeypis í nokkra daga í kynningarskyni, t.d. til að koma þeim ofar í App Store. AppsGoneFree þefar uppi hvaða forrit þetta eru, og þannig geturðu á einum mánuði verið með forrit án endurgjalds, sem venjulega hefðu kostað þig u.þ.b. $30-$60.

AppsGoneFree er fáanlegt í App Store, og er ókeypis.

Ritstjórn
Author

Write A Comment