fbpx

iPad 3 verður kynntur 9. mars

Þrálátir orðrómar um útgáfu nýrrar iPad spjaldtölvu frá Apple hafa nú verið staðfestir, en Apple hefur boðað til blaðamannafundar miðvikudaginn 7.mars kl. 18:00 að íslenskum tíma. Með boði á fundinn fylgdi eftirfarandi mynd, þar sem Apple kveðst vera með eitthvað  sem heimurinn þurfi að sjá, og snerta. Er þar átt við nýja útgáfu af iPad spjaldtölvunni.

Það sem talið er að komi í nýjum iPad er talsvert betri skjáupplausn, með hærri upplausn en á sumum háskerpusjónvörpum, fjögurra kjarna örgjörva, 4G LTE gagnaflutningstækni o.fl.

Þar að auki gefa heimildir okkar til kynna að nýr iPad verði ögn þykkari en iPad 2, þ.e. 0.8mm þykkari, en það má meðal annars rekja til stærri rafhlöðu, þar sem ætla má að þessi kraftmikla spjaldtölvu verði orkufrekari en forveri sinn.

Avatar photo
Author

3 Comments

    • Kærar þakkir fyrir ábendinguna, þetta var auðvitað innsláttarvilla 🙂

      Ég tel tímasetninguna vera rétt, því fundurinn er „10 AM Pacific Time“, sem er GMT -8. Skal vera fyrstur til að éta orð mín ef að það reynist rangt.

Write A Comment