fbpx

Speglaðu iOS skjá yfir á Mac tölvu með Reflection

Mac: Sumum iPhone 4S eða iPad 2 eigendum finnst heldur fúlt að þurfa að eiga Apple TV, svo AirPlay speglun sé möguleg. Forritið Reflection bindur enda á þessi vonbrigði en með því geturðu nýtt þér AirPlay tæknina til að spegla starfsemi iPhone 4S símans eða iPad 2 spjaldtölvunnar þinnar yfir á Mac tölvu.

Það er naumast að aðilarnir á bak við Reflection séu kunnugir AirPlay tækninni, því þeir sendu líka frá sér forritið AirParrot, sem gerir manni kleift að spegla Mac skjá yfir á Apple TV.

Einn helsti kostur forritsins, er að það einfaldar sýningu eða kennslu á iOS forritum og leikjum, þar sem að ekki þarf lengur að styðjast við fjölmörg skjáskot af því sem er að gerast, þar sem að bæði mynd og hljóð speglast yfir á Mac skjáinn.

Hægt er að kaupa eitt leyfi af Reflection á $14.99 , eða fimm leyfi á $39.99.

UPPFÆRT: Forritið heitir nú Reflector, en ekki Reflection.

Avatar photo
Author

Write A Comment