fbpx
Tag

AirPlay

Browsing

AirPlay

AirPlay tæknin frá Apple er nokkuð mögnuð. Hún gerir eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch (auk nýlegra Mac tölva) kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd þráðlaust yfir á Apple TV sem er tengdur sama neti.

Með ýmsum forritum er svo hægt að nýta AirPlay tæknina á ýmsa vegu, t.d. spegla skjáinn úr Windows og Mac tölvum með AirParrotspila myndbandsskrár af Mac tölvu á Apple TV auk þess sem hægt er að breyta Windows tölvum í AirPlay móttakara.

XBMC 12 - Frodo

Margmiðlunarforritið XBMC fékk ansi öfluga uppfærslu á dögunum, þegar opinber útgáfa af XBMC 12, eða Frodo kom út.

XBMC forritið nýtur gífurlegra vinsælda um allan heim, en margir þekkja eflaust einungis til forritsins vegna þess að þeir eru með það uppsett á Apple TV tækjum sínum.

Apple TV margmiðlunarspilarinn er með vinsælli raftækjum hérlendis um þessar mundir. Apple TV léttir manni lífið með ýmsum hætti, t.d. með því að spila efni þráðlaust úr iTunes í sjónvarpinu og AirPlay spilun ef þú vilt spila tónlist eða myndbönd á sjónvarpinu þínu.

Margir spyrja sig samt þeirrar spurningar hvað sé eiginlega hægt að gera við Apple TV spilarann. Við ætlum að fara aðeins út í það hér fyrir neðan.

Speglaðu iOS skjá yfir á Mac tölvu með Reflection

Mac: Sumum iPhone 4S eða iPad 2 eigendum finnst heldur fúlt að þurfa að eiga Apple TV, svo AirPlay speglun sé möguleg. Forritið Reflection bindur enda á þessi vonbrigði en með því geturðu nýtt þér AirPlay tæknina til að spegla starfsemi iPhone 4S símans eða iPad 2 spjaldtölvunnar þinnar yfir á Mac tölvu.

AirParrot logoMac/Windows: Eins og greint var frá í síðustu viku, þá mun Mountain Lion stýrikerfið fyrir Apple tölvur styðja AirPlay speglun fyrir Apple TV eigendur. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerir AirPlay eigendum iOS tækja, þ.e. iPhone, iPad og iPod Touch, kleift að senda myndir, tónlist eða myndbönd yfir á Apple TV spilarann ef þau eru tengd við sama þráðlausa netið.

Uppfært 7. júní 2012: AirParrot er nú einnig fáanlegt á Windows

Þær fréttir bárust frá fyrirtækinu Apple fyrr í vikunni að stefnan væri sett á útgáfu nýs stýrikerfis núna í sumar. Stýrikerfið mun bera heitið Mountain Lion og felur í sér ýmsar nýjungar. Þar ber helst að geta Notification Center og skilaboðaforrit, sem sameinar iMessage úr iOS og iChat í Mac. iOS notendur eru kunnugir þessum atriðum, en þetta eru meðal sterkustu eiginleika iOS 5 sem kom út í október á síðasta ári.

Ef þú átt iPad og tekur oft góðan YouTube hring á honum, annaðhvort sjálfur eða með vinum og vandamönnum, þá getur það verið heldur leiðinlegt að þurfa að stoppa á milli myndbanda, velja annað, láta það hlaðast og hefja svo spilun á ný. Nowbox tæklar þetta vandamál nokkuð vel, og gerir áhorf YouTube myndbanda bæði þægilegra og skemmtilegra. Forritið er ókeypis, þannig að það sakar ekki að prófa.