fbpx

http://youtu.be/UjgeG_fbxus Forritasíðan MacUpdate gefur út forritapakka reglulega á stórlækkuðu verði. Að þessu sinni inniheldur pakkinn 11 forrit sem kosta samtals tæplega $377.79 eða tæplega 48 þúsund krónur miðað við gengi bandaríkjadals í dag. Með því að ýta á meira má sjá forritin sem um eru í pakkanum, ásamt upprunalegu verði þeirra: 1. VMware Fusion 4 ($49.99) – Sýndarvélaforrit sem gerir þér kleift að keyra annað stýrikerfi samhliða Mac OS X.

2. Drive Genius 3 ($99.00) – Öflugt stillingarforrit fyrir hörðu diskana þína.

3. PDFpen 5 ($59.95) – Bættu við texta, myndum undirskriftum við PDF skjöl. Einnig hægt að breyta skjölum með ýmsum hætti.

4. ForkLift 2.5 ($29.95) – Forrit sem býður upp á FTP/SFTP, öfluga skrárstjórn og margt fleira.

5. Typinator 5 ($33.00) – Búðu til ýmsar flýtivísanir, bæði við vinnslu á texta eða myndum.

6. DesktopShelves 2 ($14.99) – Hreinsaðu til á Desktop.

7. Snapheal ($14.99) – Einfalt forrit sem gerir þér kleift að breyta og lagfæra myndirnar þínar. Auðvelt í notkun.

8. Boom [2-Mac Home Pack] ($10.99) – Forrit sem gerir þér kleift að hækka hljóðstyrkinn á tölvunni upp í 11. (tilvísun útskýrð)

9. Phone to Mac ($24.95) – Færðu tónlist og kvikmyndir  af iPhone, iPod eða iPad yfir á hvaða tölvu sem er, nokkuð sem iTunes heimilar ekki. Og að endingu eftirfarandi leikir til að stytta manni stundir.

10. Star Wars: The Force Unleashed: Ultimate Sith Edition ($29.99)

11. Worms Special Edition ($9.99)   MacUpdate forritapakkinn er fáanlegur á MUPromo.com, og verður í sölu þangað til 28. mars 2012. Fyrir tæpar 1300 krónur aukalega ($9.99) þá er hægt að fá forritin send á USB lykli heim til Íslands (eða til annarra landa ef þú býrð erlendis).

Avatar photo
Author

2 Comments

  1. Þetta hljómar virkilega vel! Mælir Einstein með þessu? 🙂

    • Einstein mælir alltaf með MacUpdate pakkanum. Iðulega einhver forrit þarna sem nýtast manni 🙂

Write A Comment