Strætó AndroidFyrir stuttu síðan greindum við frá því að Strætó forrit væri komið fyrir Android, og nú er sams konar forrit einnig komið fyrir iOS stýrikerfið, sem iPhone, iPad og iPod Touch keyra á. Þetta er mjög hentugt forrit fyrir þá sem taka reglulega strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu.

Með forritinu er hægt að nálgast upplýsingar um rauntímastaðsetningu strætisvagna, séð hvaða leið þeir eru að fara og yfirlit yfir stoppistöðvar.

Á síðu forritsins í App Store er þó tekið sérstaklega fram að forritið tengist ekki Strætó bs með neinum hætti, nema til að sækja rauntímaupplýsingar um staðsetningu strætisvagna frá vefþjónustu fyrirtækisins. Strætó forritið er fáanlegt til í App Store og er ókeypis.

Ritstjórn
Author

Write A Comment