Eftir útgáfu iOS forrits, þá eru Readability komnir með Android útgáfu af forritinu sínu.
Readability er forrit sem gerir notandanum kleift að taka frétt eða grein af vefsíðu, og sníða textann þannig að auðvelt er að lesa hann í snjallsíma, spjaldtölvu eða lestölvu (t.d. Kindle) hvort sem þú ert tengdur internetinu eða ekki.
Readability eru reyndar ekki fyrstir á markaðinn á þessu sviði, þar sem að Instapaper og Read It Later eru þegar að berjast um notendur. Instapaper er talið bera höfuð og herðar yfir önnur slík forrit á iOS (en stendur Android notendum ekki til boða), á meðan Read It Later er bæði til á iOS og Android, og mun því vera helsti keppinautur Readability á Android.
Readability er til í Google Play og er ókeypis.
Readability [Google Play]