fbpx

Nú er árið senn á enda, og samkvæmt venju þá hafa bæði Apple og Google valið öpp ársins, það er þau forrit og leiki sem fyrirtækin telja að hafi skarað fram úr eða vakið athygli í App Store og Google Play.

App Store

iPhone forrit ársins að mati Apple er þrautaforritið Elevate – Brain Training, sem býður upp á afbragðs heilaleikfimi, en forritið Hyperlapse frá Instagram varð í öðru sæti, en með forritinu geta notendur búið til tímamyndskeið (e. timelapse) með einföldum hætti.

iPhone leikur ársins er Threes, en hann er fyrirmnd leiksins 2048 sem naut enn meiri vinsælda. Við mælum eindregið með Threes, þar sem leikurinn er eins einfaldur í spilun og endist lengur.  Ævintýraleikurinn Leo’s Fortune varð í öðru sæti, en það er einstaklega vel hannaður ævintýraleikur.

Á iPad var Pixelmator valið forrit ársins, og Monument Valley leikur ársins. Kynning Pixelmator á iPad kynningunni í október vakti mikla athygli, en þar lenti einn starfsmaður fyrirtækisins í Auto-correct villu í beinni. Atvikið þótti skondið og má sjá hér fyrir neðan.

Meðal forrita sem fengu einnig að fljóta með voru 1Password (sem hefur verið til umfjöllunar á vefnum), uppskriftaforritið Yummly og fréttaforritið NYT Now.

Google Play

Best of - Google Play 2014

Nálgun Google á sínum lista var aðeins öðruvísi, en fyrirtæki tók saman 70 forit og leiki og setti saman á lista, sem virðist vera lítið annað en vinsælustu forritin í hverjum flokki.

Þar má finna forrit eins og Wunderlist, sem einfaldar gerð verkefnalista, Yahoo News Digest, sem tekur saman erlendar fréttir dagsins, forrit dægurmiðilsins BuzzFeed og SwiftKey lyklaborðið svo fátt eitt sé nefnt.

Google Play listann má sjá í heild sinni hér.

Write A Comment