fbpx

RÚV í samvinnu við hugbúnaðarfyrirtækið Gangverk hefur gefið út sérstakt forrit fyrir iOS og Android tæki sem auðveldar fólki að njóta efnis frá sjónvarps- eða útvarpsstöðvum Ríkisútvarpsins.

Með forritinu geta notendur auðveldlega horft eða hlustað á beina útsendingu RÚV eða hlustað á útvarpsstöðvar fyrirtækisins, eða notið efnis sem er hýst í Sarpinum. Börnin eru heldur ekki skilin út undan, því í forritinu má finna sérstakan Krakkasarp þar sem allt barnaefni er aðgengilegt.

Við gerðum lítið myndband sem sýnir hvernig forritið virkað, sem er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Uppfært (26. nóv 11:30): AirPlay virkar á forritinu, en aðilar þurfa þá að fara lengri leiðina, og velja Apple TV (eða annan AirPlay móttakara) úr ControlCenter sem er gert með því að renna (e. swipe) fingrinum neðan af tækinu og upp með skjánum. Á iOS 8 er AirPlay spilun hnökralaus, þannig að notendur geta hafið spilun og farið svo yfir í önnur forrit eða læst tækinu og lagt það frá sér, en unnið er að úrbótum varðandi AirPlay á iOS 7. Samkvæmt heimildum okkar er Chromecast stuðningur einnig á verkefnalistanum.

Nauðsynlegt er að vera með iOS 7 / Android 4.0.3 eða nýrra stýrikerfi til að nota forritið.

Write A Comment