fbpx

Flutter fyrir Mac

Mac: Ef þú vilt nota máttinn og kveikja eða slökkva á tónlist í iTunes (eða Spotify fyrir þá sem nota þá þjónustu) þá er það nokkuð sem Mac notendur geta nú gert með forritinu Flutter.

Flutter notar vefmyndavél notandands, og ýmist kveikir eða slekkur á tónlistinni ef hún nemur handahreyfingar. Fyrir vikið er kveikt á vefmyndavélinni allan liðlangan daginn, en Flutter kveðst ekki nýta sér slíkar upplýsingar. Einnig, þá er ekki hægt að vera með Skype eða önnur forrit sem nýta sér vefmyndavélina í gangi samhliða Flutter.

Í myndbandinu að neðan má sjá forritið í notkun:

http://youtu.be/IxsGgW6sQHI

(Fyrir þá sem hafa ekki séð Star Wars að þá gátu Jedi riddarar fært og stjórnað hlutum með því að nota „máttinn“ sinn).

Avatar photo
Author

Write A Comment