fbpx

Eins og fram kom í leiðarvísinum í gær, þá er untethered jailbreak fyrir Apple TV2 með útgáfu 5.0 loksins komið út. Ef þú hefur jailbreak-að Apple TV spilarann þinn þá geturðu sett upp XBMC, því aðilarnir á bak við forritið hafa unnið baki brotnu til að það virki á Apple TV 5.0, og með því að fylgja eftirfarandi leiðarvísi þá munt þú geta sett upp forritið á spilaranum þínum.

Athugið að nauðsynlegt er að hafa framkvæmt jailbreak á Apple TV spilaranum svo hægt sé að setja upp XBMC.

Skref 1:
Tengdu Apple TV-ið við sjónvarp, og passaðu að það sé tengt á sama WiFi og tölvan sem þú ert að gera þetta á.

Skref 2:
SSH-aðu inn á Apple TV-ið. Ef þú ert á Mac þá opnaru bara Terminal, og slærð inn þessa skipun til að tengjast:

ssh root@apple-tv.local

Á Windows þá þarftu að ná í lítið forrit sem heitir PuTTY (nærð í það hér) og gera það
Ef þú ert í Windows Vista eð Windows 7 þá þarftu enn fremur að hægri-smella á forritið og velja „Run As Administrator“. Á PuTTy skaltu slá inn „apple-tv.local“ (án gæsalappa) í Host Name, og passa að Connection type í línunni fyrir neðan sé SSH. Þegar þú tengist þá skaltu slá inn notandanafnið root og lykilorðið alpine.

Nú þarftu að slá inn lykilorð, sem er „alpine“ (án gæsalappa).

Skref 3:
Þegar þú ert kominn inn í AppleTV-ið, þá skaltu slá inn eftirfarandi skipanir (án gæsalappa). Sláðu inn eina línu í einu og ýttu á Enter á milli.

apt-get update

mkdir -p /Applications/AppleTV.app/Appliances

apt-get install org.xbmc.xbmc-atv2

mkdir -p /Applications/XBMC.frappliance

wget http://mirrors.xbmc.org/apt/atv2/deb/org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb

dpkg -i org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb

rm org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb

Skref 8:
Búið. Nú ætti XBMC að vera uppsett á Apple TV spilaranum þínum.

 

Algeng vandamál

XBMC lokast alltaf eftir örfáar mínútur af spilun
Ástæðan er sú að Apple TV er að hafa samband við vefþjón Apple og lokar þá á XBMC. Almennt nægir að hafa UpdateBeGone sem er settur inn á Apple TV skv. leiðbeiningunum að ofan, en ef það nægir ekki þá er pottþétt lausn hér að neðan:

1. SSH-a inn á Apple TV-ið (sjá skref 2 að ofan)
2. Sláðu inn

cp /etc/hosts /etc/hosts.bak

3. Sláðu nú inn eftirfarandi, eina línu í einu:

echo „127.0.0.1 appldnld.apple.com“ >> /etc/hosts

echo „127.0.0.1 mesu.apple.com“ >> /etc/hosts

echo „127.0.0.1 appldnld.apple.com.edgesuite.net“ >> /etc/hosts

4. Nú ættirðu að geta notað XBMC vandræðalaust.

Avatar photo
Author

21 Comments

 1. Apple-TV:~ root#     dpkg -i org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb
  (Reading database … 3253 files and directories currently installed.)
  Preparing to replace org.xbmc.xbmc-atv2 11.0-0 (using org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb) …
  find: /Applications/AppleTV.app/Appliances/XBMC.frappliance: No such file or directory
  dpkg: warning – old pre-removal script returned error exit status 1
  dpkg – trying script from the new package instead …
  find: /Applications/XBMC.frappliance: No such file or directory
  find: /Applications/AppleTV.app/Appliances/XBMC.frappliance: No such file or directory
  dpkg: error processing org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb (–install):
   subprocess new pre-removal script returned error exit status 1
  chown: cannot access `/Applications/XBMC.frappliance’: No such file or directory
  Errors were encountered while processing:
   org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb

  Hvað þýðir þetta? Afhverju kemur þetta? og hvernig get ég græjað þetta? 🙂

  • Það hefur einhver villa orðið. Stundum koma villur þegar vefþjónninn hjá XBMC liggur niðri.

   Prófaðu að keyra þetta aftur í dag og sjáðu hvort það virki.

 2. Fæ þessa villu eftir að ég slæ ssh root@apple-tv.local inn í terminal (í mac)

  ssh: connect to host apple-tv.local port 22: Connection refused

  Er líka búin að prófa ssh frontrow@apple-tv.local, þá er ég beðin um passw sem á að vera frontrow en það virkar ekki 🙁 Hjálp!

  • Annaðhvort ertu ekki með jailbreak-að Apple TV eða þú þarft að tengjast IP tölunni beint.

   Til að tengjast IP tölunni þá ferðu í Settings > General > Network og kannar hver IP talan er. 

   Er eflaust 192.168.1.X eða 10.0.1.X.

   Þá tengistu spilaranum með því að slá inn t.d. ssh root@192.168.1.14 ef 192.168.1.14 er IP talan á Apple TV-inu.

   • Takk fyrir svarið, en ég er búin að prófa þetta og þetta virkar ekki.

    Gæti verið að þessar leiðbeiningar virki ekki á Apple TV 3?

    Það var ekkert mál að setja upp Netflix og á US ip tölu.

    • Það er ekki komið jailbreak fyrir Apple TV 3, en jailbreak er nauðsynlegur undanfari uppsetningar á XBMC.

 3. Hæ hæ. Frábær síða hjá þér! Mitt vandamál er að ég fæ þessa villumeldingu upp hjá mér við síðustu skipunina. Hvað er ég að gera vitlaust?

  Family-Room-Apple-TV:~ root# dpkg -i org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb
  (Reading database … 3275 files and directories currently installed.)
  Preparing to replace org.xbmc.xbmc-atv2 11.0-0 (using org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb) …
  find: /Applications/AppleTV.app/Appliances/XBMC.frappliance: No such file or directory
  dpkg: warning – old pre-removal script returned error exit status 1
  dpkg – trying script from the new package instead …
  find: /Applications/XBMC.frappliance: No such file or directory
  find: /Applications/AppleTV.app/Appliances/XBMC.frappliance: No such file or directory
  dpkg: error processing org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb (–install):
  subprocess new pre-removal script returned error exit status 1
  chown: cannot access `/Applications/XBMC.frappliance’: No such file or directory
  Errors were encountered while processing:
  org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb
  Family-Room-Apple-TV:~ root#

 4. Hæ hæ. Frábær síða hjá þér! Mitt vandamál er að ég fæ þessa villumeldingu upp hjá mér við síðustu skipunina. Hvað er ég að gera vitlaust?

  Family-Room-Apple-TV:~ root# dpkg -i org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb
  (Reading database … 3275 files and directories currently installed.)
  Preparing to replace org.xbmc.xbmc-atv2 11.0-0 (using org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb) …
  find: /Applications/AppleTV.app/Appliances/XBMC.frappliance: No such file or directory
  dpkg: warning – old pre-removal script returned error exit status 1
  dpkg – trying script from the new package instead …
  find: /Applications/XBMC.frappliance: No such file or directory
  find: /Applications/AppleTV.app/Appliances/XBMC.frappliance: No such file or directory
  dpkg: error processing org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb (–install):
  subprocess new pre-removal script returned error exit status 1
  chown: cannot access `/Applications/XBMC.frappliance’: No such file or directory
  Errors were encountered while processing:
  org.xbmc.xbmc-atv2_11.0-3_iphoneos-arm.deb
  Family-Room-Apple-TV:~ root#

 5. Stuðmundur Reply

  Sælir og takk fyrir leiðbeiningarnar. Ég kemst ekki lengra en svo að eftir að ég keyri PuTTY, set inn Host Name apple-tv.local en þá fæ ég villuna „unable to open connection to apple-tv.local. Host does not exist.

   • Stuðmundur Reply

    Er búinn að jailbreak-a Appel TV, reyndar fyrir 2 mánuðum síðan. Þarf ég að vera með tenginu á milli Apple TV og tölvunar uppsetta (annað en internet samband)?

    • Nei, það á ekki að þurfa. Prófaðu þá að tengjast IP tölu Apple TV spilarans í staðinn fyrir apple-tv.local. Finnur innri IP töluna í Settings > General og Network. Er eflaust 192.168.1.x

 6. Stuðmundur Reply

  Sælir, smá vandamál. Ég framkvæmdi Untethered jailbrake á Apple TVinu mínu fyrir nokkrum mánuðum. Eftir Jailbrake fékk ég hinsvegar ekki upphaflegu valmyndina upp heldur gat bara valið Computer (home share) eða Settings. Er þetta stillingaratriðio eða eitthvað vitlaust í jailbrake-inu?

  Síðan í vikunni þá óvart samþykkti ég uppfærslu á Apple TVinu. Þá kemur núna bara mynd á skjáinn af tengi eins og ég eigi að tengja Apple TVið við töluv.

  Leiðbeiningar um næstu skref?

  Takk 🙂

  • Jahá. Ef þú samþykktir uppfærslu þá ertu kominn með hefðbundið firmware, og jailbreakið farið. Ef þú ferð á einstein.is/tag/apple-tv/ og finnur nýjasta leiðarvísinn þá ættirðu að geta sett þetta allt upp frá grunni á minna en klukkutíma.

   Einnig geturðu notað forrit sem heitir nitoTV installer sem setur hugbúnað eins og XBMC upp sjálfkrafa.

   • Stuðmundur Reply

    Sæll, Takk fyrir þetta en það er enn vandamál með valmyndina á Apple TVinu (var í lagi áður en ég gerði jailbreak fyrst í haust). Ég restore-aði AppleTVinu og þá kom ekki upphaflega valmyndin heldur einungis val um „Computer“, „Settings“ og „NBA“. Síðan gerði ég jailbreak aftur og setti upp XBMC spilarann. Eftir það er enn sama valmyndin, „Computer“, „Settings“ og „NBA“. Ertu með einhverjar ráðleggingar eða þarf ég að koma Apple TV til „læknis“?

    • FireCore logo-ið yfir Settings er merki um að þú hafir framkvæmt vel heppnað jailbreak, og uppsetning á XBMC hefði átt að takast.

     Alltaf getur þó eitthvað brugðist, flestir fiktarar kannast við það.

     Þú getur sent tölvupóst á einstein@einstein.is og þá verður vonandi hægt að ráða úr þessu á innan við sólarhring.

Write A Comment