Hefur þú slökkt á tölvunni þinni með því að halda Power takkanum inni í dágóðan tíma? Þrátt fyrir að þú hafir gert þetta án þess að skaði hafi hlotist af aðgerðinni, þá er mælt með því að temja sér vönduð vinnubrögð og slökkvi á tölvunni með réttum ætti, því annars gæti t.d. mikilvægt skjal hlotið einhvern skaða (og það viljum við ekki).
Hægt er að að slökkva, endurræsa eða setja Mac tölvuna í svefn með tvennum hætti án nokkurra aukaforrita.
Önnur leiðin er að smella á uppi í vinstra horninu og velja þar Sleep, Restart eða Shut Down.
Hin leiðin er hægt að smella örstutt á Power takkann á tölvunni þinni, og þá færðu eftirfarandi valmynd upp:
Ef þú ert ekki með Power takka á tölvunni þinni, þá geturðu stutt á Ctrl + Eject (⏏) til að fá þessa valmynd upp.
3 Comments
ég nota oftast ctrl + Command + Eject. Er það ekki örugg aðferð?
Jú, allar þessar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts) eru fínar aðfeðrir.
Ctrl+Cmd+Eject endurræsir reyndar tölvuna.
Þú átt eflaust við Ctrl+Option+Cmd+Eject sem slekkur á henni 🙂
jú það er rétt ruglaðist á restart aðferðinni svo hef eg lika notað ctrl + shift + eject til að slökkva á skjánum en mig minnir ef ég er að stream-a video úr tölvunni með mini display port í hdmi í sjónvarp að þá slökknar einnig á myndvörpunni í sjónvarpinu, er ekki til leið til að slökkva á skjánum en halda streaminu?