Mac OS X LionHefur þú slökkt á tölvunni þinni með því að halda Power takkanum inni í dágóðan tíma? Þrátt fyrir að þú hafir gert þetta án þess að skaði hafi hlotist af aðgerðinni, þá er mælt með því að temja sér vönduð vinnubrögð og slökkvi á tölvunni með réttum ætti, því annars gæti t.d. mikilvægt skjal hlotið einhvern skaða (og það viljum við ekki).

Hægt er að að slökkva, endurræsa eða setja Mac tölvuna í svefn með tvennum hætti án nokkurra aukaforrita.

Önnur leiðin er að smella á    uppi í vinstra horninu og velja þar Sleep, Restart eða Shut Down.

Hin leiðin er hægt að smella örstutt á Power takkann á tölvunni þinni, og þá færðu eftirfarandi valmynd upp:

Mac Shut Down skjár

Ef þú ert ekki með Power takka á tölvunni þinni, þá geturðu stutt á Ctrl + Eject  (⏏) til að fá þessa valmynd upp.