coconutBatteryMac: Ef fartölvan þín er komin til ára sinna, þá má vera að rafhlaðan haldi ekki hleðslu eins lengi og áður fyrr. Hér kemur coconutBattery til sögunnar, en það er forrit sem skoðar rafhlöðuna í fartölvunni þinni og lætur þig fá upplýsingar sem geta komið að gagni.

Með coconutBattery færðu upplýsingar um hversu mikil hleðsla var í boði á rafhlöðunni þegar hún var ný og hversu mikil hún er núna. Einnig má sjá hversu oft tölvan hefur verið hlaðin, hitastig á rafhlöðunni og módelnúmer Mac fartölvunnar þinnar.

coconutBattery er ókeypis, og fáanlegt á heimasíðu coconut-flavour, framleiðanda forritsins.

Ritstjórn
Author

Write A Comment