fbpx

Seas0nPass - Apple TV 5.0.1

Biðinni er lokið, það er komið untethered jailbreak er komið fyrir Apple TV 5.0.1. Þar sem að jailbreak fyrir iPhone, iPad og iPod touch helst jafnan í hendur við jailbreak á Apple TV, þá er nú komið untethered jailbreak komið fyrir Apple TV 5.0.1, en jailbreak fyrir áðurnefnd tæki var gefið út fyrir stuttu

Við bendum á að þetta jailbreak virka ekki fyrir Apple TV 3 sem kom á markað í mars síðastliðnum. Hér að neðan eru svo leiðbeiningar sem sýna hvernig jailbreak er framkvæmt.


Skref 1:
Náðu í SeasonPass. Afþjappaðu .zip skránni og opnaðu forritið
SeasonPass – Windows útgáfa.
SeasonPass – Mac útgáfa

Skref 2:
Opnaðu Seas0nPass og veldu á Create IPSW, en það er firmware skrá sem þú hleður inn á Apple TV til að jailbreak-a það.

Skref 3:
Þegar Seas0nPass hefur búið til IPSW skrá, þá biður forritið þig um að tengja Apple TV við tölvuna og setja það í DFU Mode.

Skref 4:
Tengdu Apple TV við tölvuna með microUSB kapli, en ekki tengja Apple TV líka við rafmagn. Haltu inni Menu og Play/Pause í 7 sekúndur til að setja Apple TV í 7 sekúndur (þessar leiðbeiningar ættu líka að birtast á skjánum í SeasonPass).

Á Mac þá sér Seas0nPass um að hlaða inn skránni, en á Windows þá þarftu að halda Shift inni ýttu á Restore í iTunes, og finna skrána sem að SeasonPass bjó til (á að vera staðsett í My Documents).

Að neðan má sjá myndband sem fer í gegnum ferlið ef eitthvað þykir óljóst við þessar leiðbeiningar.

Með jailbreak-inu sjálfu gerist ósköp lítið, en á síðunni má einnig finna leiðbeiningar um hvernig XBMC er sett upp á Apple TV, eða Plex ef það hentar þér betur. Hægt að setja upp hvort tveggja án nokkurra vandræða.

Avatar photo
Author

1 Comment

Write A Comment