fbpx
Archive

október 2012

Browsing

iPhone 5 - thumbnailBandaríkin eru án nokkurs vafa einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem vilja taka smá pásu frá hversdagsleikanum og sjá hversu mikið álag segulröndin á kreditkortinu þolir.

Þessir sömu ferðalangar hafa oft hug á því að kaupa einhver ákveðin raftæki, og nýta sér ódýrt verðlag í Bandaríkjunum, og iPhone símar eru þar engin undantekning. Mörgum þykir þó verðlag á iPhone símum vera heldur ruglingslegt, og ætlun okkar er að skýra betur hvar og hvernig þú getur keypt iPhone síma í Bandaríkjunum.

Vefsíða vikunnar - Old Apps

Ef nýjasta útgáfan af iTunes eða öðru ókeypis forriti er ekki þér að skapi, þá eru góð ráð dýr. Oftast nær er einungis hægt að ná í nýjustu útgáfu forritsins hverju sinni, sem er ansi fúlt þegar notendur eru mun sáttari með gömlu útgáfuna heldur en þá nýju.

Apple - logoApple hefur sent nýja auglýsingu frá sér fyrir iPod spilarann, en iPod touch og iPod nano hafa báðir fengið fínar uppfærslur. Auglýsingin þykir minna á gömlu silhouette auglýsingarnar sem voru sýndar fyrir 6-7 árum.

Lagið í auglýsingunni þykir líka nokkuð grípandi, en það heitir Yeah Yeah og er með nýsjálenska söngvaranum Willy Moon.

Emma rafbókagjöf

Í gær fengu allir grunnskólanemar á landinu að gjöf átta rafbækur sem þeir geta sótt ótakmarkað. Það er rafbókaveitan emma.is og rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sem standa að bókagjöfinni, en markmiðið með gjöfinni er að hvetja krakka og unglinga til aukins yndislesturs.

Helsti hvati verkefnisins eru nýlegar kannanir, sem hafa sýnt að ungt fólk í dag lesi minna en á árum áður.

Microsoft OfficeBandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst gefa út hinn vinsæla Office pakka á Android og iOS, ef marka má heimildir vefmiðilsins The Verge.

Petr Bobek, vörustjóri fyrirtækisins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í Tékklandi. Áætlaður útgáfudagur Office pakkans er fyrir mars 2013. Sérstök fyrirtækjaútgáfa af Office pakkanum mun svo koma út í desember 2013.