Ert þú nógu gamall til að muna eftir Macintosh tölvunum sem birtu skilaboðin „Macintosh heilsar“ þegar þú kveiktir á tölvunni? Ef svo er, þá gætirðu haft gaman af smá nostalgíu og sett upp 80’s þema á símann þinn.
Nýtt stýrikerfi frá Microsoft, Windows 8, er væntanlegt á markað eftir viku (26. október). Í
eftirfarandi skýringarmynd þá er litið um öxl og þróun vinsælasta stýrikerfis heims skoðuð.
Windows 1.0 kom fyrst á markað árið 1985, en síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Sænska símafyrirtækið 3 fer dálítið nýstárlega leið til að fá viðskiptavini til að skoða reikningsyfirlitið sitt. Fyrirtækið hefur sent frá sér forrit fyrir iPhone og Android, þannig að viðskiptavinir geti skoðað notkun sína með skemmtilegum hætti.
Windows 8 kemur á markað 26. október næstkomandi, en Microsoft setti markaðsherferð fyrir stýrikerfið í gang síðastliðinn sunnudag.
Bandaríkin eru án nokkurs vafa einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga, sem vilja taka smá pásu frá hversdagsleikanum og sjá hversu mikið álag segulröndin á kreditkortinu þolir.
Þessir sömu ferðalangar hafa oft hug á því að kaupa einhver ákveðin raftæki, og nýta sér ódýrt verðlag í Bandaríkjunum, og iPhone símar eru þar engin undantekning. Mörgum þykir þó verðlag á iPhone símum vera heldur ruglingslegt, og ætlun okkar er að skýra betur hvar og hvernig þú getur keypt iPhone síma í Bandaríkjunum.
iPad Mini mun verða kynntur þann 23. október næstkomandi samkvæmt blaðamanni AllThingsD, sem almennt eru traustur fréttamiðill varðandi Apple orðróma. Dagsetningin þykir einkennileg, því Apple hefur almennt kynnt nýjar vörur á miðvikudögum en ekki þriðjudögum.
iPhone Dev-Team hefur sent frá sér uppfærða útgáfu af RedSn0w, sem gerir notendum kleift að framkvæma jailbreak á tækjum sínum og auka þannig möguleika.
Redsn0w 0.9.15b1 kemur með iOS 6 stuðningi, og einnig möguleika á að niðurfæra úr iOS 6 niður í iOS 5 (fyrir þá sem vistuðu svokölluð SHSH blobs).
Ef nýjasta útgáfan af iTunes eða öðru ókeypis forriti er ekki þér að skapi, þá eru góð ráð dýr. Oftast nær er einungis hægt að ná í nýjustu útgáfu forritsins hverju sinni, sem er ansi fúlt þegar notendur eru mun sáttari með gömlu útgáfuna heldur en þá nýju.
Apple hefur sent nýja auglýsingu frá sér fyrir iPod spilarann, en iPod touch og iPod nano hafa báðir fengið fínar uppfærslur. Auglýsingin þykir minna á gömlu silhouette auglýsingarnar sem voru sýndar fyrir 6-7 árum.
Lagið í auglýsingunni þykir líka nokkuð grípandi, en það heitir Yeah Yeah og er með nýsjálenska söngvaranum Willy Moon.
Í gær fengu allir grunnskólanemar á landinu að gjöf átta rafbækur sem þeir geta sótt ótakmarkað. Það er rafbókaveitan emma.is og rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson sem standa að bókagjöfinni, en markmiðið með gjöfinni er að hvetja krakka og unglinga til aukins yndislesturs.
Helsti hvati verkefnisins eru nýlegar kannanir, sem hafa sýnt að ungt fólk í dag lesi minna en á árum áður.
Bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst gefa út hinn vinsæla Office pakka á Android og iOS, ef marka má heimildir vefmiðilsins The Verge.
Petr Bobek, vörustjóri fyrirtækisins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í Tékklandi. Áætlaður útgáfudagur Office pakkans er fyrir mars 2013. Sérstök fyrirtækjaútgáfa af Office pakkanum mun svo koma út í desember 2013.