Microsoft OfficeBandaríska tæknifyrirtækið Microsoft hyggst gefa út hinn vinsæla Office pakka á Android og iOS, ef marka má heimildir vefmiðilsins The Verge.

Petr Bobek, vörustjóri fyrirtækisins, greindi frá þessu á blaðamannafundi í Tékklandi. Áætlaður útgáfudagur Office pakkans er fyrir mars 2013. Sérstök fyrirtækjaútgáfa af Office pakkanum mun svo koma út í desember 2013.

Talsmaður Microsoft í Bandaríkjunum sagði að fyrirtækið hefði ekki tilkynnt útgáfadag Office 2013, en sagði að Office Mobile myndi virka á Windows Phone, Android og iOS.

Ritstjórn
Author

Write A Comment