Segulljóð - iPad forrit

Kæru Íslendingar, til hamingju með daginn. Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur ár hvert í dag, 16. nóvember, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur síðan árið 1995.

Af því tilefni mun nýtt íslenskt forrit fyrir iPad, Segulljóð, nú líta dagsins ljós.

Markmið Segulljóða er að virkja sköpunargáfur kveikja áhuga á okkar ástkæra og ylhýra móðurmáli. Forritið er hugsað til ljóðasköpunar og leiks með tungumálið.

Segulljóð er hentugt til að útbúa stutt ljóð og örsögur, en einnig er hægt að leika sér með forritið og semja kveðjur til vina og ættingja. Segulljóð er þannig bæði frábært verkfæri við skapandi nám og skrif og gefandi tilbreyting til að dunda sér í.

Í forritinu eru átta mismunandi orðaþemu með yfir 13 þúsund orðum sem öll orð hafa allar mögulegar birtinga- og beygingamyndir. Nafnorð eru bæði með og án greinis og lýsingarorð og sagnorð geta haft tugi orðmynda. Þegar hafist er handa við nýtt verkefni stillir notandinn úr hvaða orðaþemum hann vill fá orð. Einnig er hægt að stilla fjölda orða úr hverjum orðflokki. Forritið velur svo með slembivali orð úr viðeigandi pökkum til að nota við ljóðagerðina. Þegar ljóðavinnan er hafin er hægt að bæta við orðum úr öllum orðflokkum. Þá geta notendur vitanlega sjálfir bætt við orðum til að fullkomna ljóðið sitt.

Þegar ljóð er tilbúið er hægt að gefa það út á segulljod.is eða deila því á með vinum á Facebook, Twitter og með tölvupósti. Í eftirfarandi myndbandi má sjá forritið í notkun.

Jæja, nú skaltu sækja Segulljóð og yrkja þinn eigin Gunnarshólma. Forritið fæst í App Store og kostar $1.99 í bandarísku App Store og $2.50 í íslensku búðinni.

 

Ritstjórn
Author

Write A Comment